Grímsá kvödd með miklum trega

Kveðjustund. Birgir Gunnlaugsson kvaddi Grímsá í sumar. Hann er haldinn …
Kveðjustund. Birgir Gunnlaugsson kvaddi Grímsá í sumar. Hann er haldinn ólæknandi sjúkdómi og hefur dregið verulega af honum. Myndin er tekin við það tækifæri þegar Gunnar Bender ritstjóri var með Birgi í Grímsá í kveðjuferðinni í sumar sem leið. Ljósmynd/María Gunnarsdóttir

Einn af helstu aðdáendum Grímsár í fjölmarga áratugi kvaddi drottninguna sína í sumar sem leið. Þetta er Birgir Gunnlaugsson tónlistarmaður sem haldinn er ólæknandi og banvænum sjúkdómi sem nefnist á leikmannamáli steinlunga eða IPF á fræðimálinu. Viðtal við Birgi birtist í nýútkomnu Sportveiðiblaði. Þar ræðir hann á opinskáan hátt um sjúkdóminn, ævi sína, tónlistarferilinn og eys úr viskubrunni sínum um Grímsá.

Gunnar Bender ritstjóri Sportveiðiblaðsins tók upp þátt með Birgi í sumar þar sem hann kvaddi Grímsána sína og vakti sá þáttur verðskuldaða athygli. Birgir fór raunar í tvær einskonar kveðjuveiðiferðir síðastliðið sumar. Bæði í Grímsá, eins og fyrr segir og líka vestur í Langadalsá þar sem hann hefur einnig veitt í fjölmörg ár. Báðar þessar ár kvöddu sinn mann með laxi.

Jólablað Sportveiðiblaðsins er að venju stútfullt af efni og kennir þar margra grasa. Meðal annars ræðir Finnur Harðarson Stóru–Laxár foringi um haustgöngur í Stóru og þá gagnrýni sem fram kom á októberveiði í leit að eldislaxi. Finnur er bæði leigutaki og landeigandi í Hreppunum og þannig allt um lykjandi.

Farið er með ungum konum á hreindýraveiði. Þær kalla sig Simlurnar og er það nafnið á veiðifélaginu sem þær eru í. Simlurnar leggja stund á hvers kyns skotveiði.

Bender mættur með nýtt blað. Einn kaffibolli svo var hann …
Bender mættur með nýtt blað. Einn kaffibolli svo var hann rokinn en hann sér sjálfur að mestu um dreifingu á blaðinu. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Þá má nefna að farið er í rjúpnaleiðangur með standandi fuglahundi í Þingeyjarsveit, skotveiði í Skotlandi og víðar.

Athygli vekur grein eftir þann mikla Aðaldalshöfðingja Pétur Steingrímsson í Nesi þar sem hann segir frá nýrri flugu sem hann hefur verið að fást við og ber nafnið Metallica Blue Dun. Í aðdraganda að því umræðuefni talar Pétur um að ofveiði sé ein ástæðan fyrir lélegri veiði í Laxá.

Gunnar Bender ritstjóri er á fullu að dreifa þessu þriðja tölublaði 41. árgangs. Hann stakk inn nefi á ritstjórnarskrifstofu Sporðakasta afhenti blað og sagði svo; „Nú mega jólin koma,“ og skellti upp úr með sínum vel þekkta hlátri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert