Reykvíkingur ársins kynnir nýtt borðspil

Mikael með borðspilið sem hann sendir frá sér fyrir jólin. …
Mikael með borðspilið sem hann sendir frá sér fyrir jólin. 1.470 spurningar um veiði fylgja spilinu. Ljósmynd/MMR

Makk­er­inn, heit­ir nýtt spurn­inga­spil fyr­ir veiðimenn. Höf­und­ur og hug­mynda­smiður er grunn­skóla­kenn­ar­inn og Reyk­vík­ing­ur árs­ins, Mika­el Marinó Ri­vera. Hann er for­fall­inn veiðiá­hugamaður og hef­ur meðal ann­ars haft frum­kvæði að því að bjóða upp á veiðiáfanga í Rima­skóla þar sem hann legg­ur stund á kennslu.

Í kynn­ing­ar­texta um spilið seg­ir að Makk­er­inn sé fjör­ugt og fróðlegt spurn­inga­spil um stang­veiði á Íslandi. Hægt er að spila bæði í ein­stak­lings- og liðakeppn­um. Spurn­inga­flokk­arn­ir eru fimm tals­ins og bera þeir nöfn við hæfi. Þríkrækj­an, Makk­er­inn seg­ir, Flugu­boxið, Í fyrsta kasti og loks er það 20 pund­ar­inn.

Spurn­ing­arn­ar eru 1.470 tals­ins og marg­ar býsna þung­ar. Aðrar eru létt­ari og voru á færi Sporðak­asta að svara þeim auðveld­lega. Dæmi úr flokkn­um Makk­er­inn seg­ir, að frá Staðarskála á Blönduós þá keyri maður yfir Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatns­dalsá Er það rétt, já eða nei? Svo eru aðrar sem vöfðust meira fyr­ir okk­ur. Dæmi: Hver var afla­hæsta laxveiðiáin árið 2009?

Makkerinn er fyrsta borðspil sem sérstaklega er hannað fyrir veiðimenn.
Makk­er­inn er fyrsta borðspil sem sér­stak­lega er hannað fyr­ir veiðimenn. Ljós­mynd/​MMR

Mika­el, höf­und­ur spils­ins hef­ur svo sem áður ratað í frétt­ir, sem tengj­ast veiðimál­um og átti hann góða og eft­ir­minni­lega stund í vor þegar hann var val­inn Reyk­vík­ing­ur árs­ins og naut þess heiðurs að eiga fyrsta rennslið í Elliðaárn­ar í sum­ar. Í frétta­til­kynn­ingu frá borg­inni vegna vals­ins á Mika­el sagði meðal ann­ars. „Auk stang­veiði hef­ur Mika­el boðið upp á óvenju­leg­ar val­grein­ar en þeirra á meðal eru: Öku­skóli Mika­els, sem er und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hefðbundið öku­nám, Hringa­drótt­ins­saga, þar sem kafað er dýpra í hug­ar­heim J.R.R.Tolkiens, og hlaðvarp þar sem nem­end­ur læra að gera hlaðvörp, allt frá hand­rita­gerð til birt­ing­ar á efni. Þá hef­ur Mika­el einnig boðið upp á valáfanga um Evr­ópuknatt­spyrn­una þar sem farið er yfir leiki vik­unn­ar í stærstu deild­um Evr­ópu, farið í gamla tölvu­leiki og borðspil.

Mikael Marinó Rivera kennari við Rimaskóla er með mikla veiðidellu. …
Mika­el Marinó Ri­vera kenn­ari við Rima­skóla er með mikla veiðidellu. Hér er hann í sínu nátt­úru­lega um­hverfi, með lax úr Elliðaán­um. Ljós­mynd/​MMR


Haft er eft­ir skóla­stjóra Rima­skóla, Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur að Mika­el efli góðan starfs­anda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skóla­starfið. „Útnefn­ing­in kom mér mjög á óvart, en þetta er virki­lega ánægju­legt. Það er gam­an að fá viður­kenn­ingu fyr­ir kennsl­una, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nem­end­um Rima­skóla,“ er haft efir Mika­el.“

Sporðaköst fjölluðu ein­mitt um Mika­el og flugu­veiðiáfang­ann í Rima­skóla í árs­byrj­un í fyrra og spurðum:

Hvernig kom þetta til? Er þetta þín veiðidella sem ræður för eða ein­hverra nem­enda?
„Ég er nátt­úru­lega sjálf­ur for­fall­inn veiðimaður. Hins veg­ar voru nún­ar gerðar breyt­ing­ar sem gera þetta fýsi­leg­an kost. Þetta er valáfangi í ung­linga­deild og áður var fyr­ir­komu­lagið þannig að valáfangi hófst í janú­ar og var al­veg fram í maí. Það var kannski helst til lang­ur tími fyr­ir svona náms­efni. Nú er búið að breyta þessu og tíma­bil­inu hef­ur verið skipt í tvennt. Frá janú­ar og fram í miðjan mars og þá hefjast nýir áfang­ar fram á vor. Þetta er styttri tími og nær vor­inu. Þannig að ég aug­lýsti þetta og und­ir­tekt­irn­ar voru mjög góðar. Færri komust að en vildu. Ég aug­lýsti þetta grimmt og reyndi að höfða til stelpn­anna líka en þær koma bara von­andi næst,“ sagði Mika­el.
En nú hef­ur Mika­el sem sagt sent frá sér fyrsta borðspilið sem snýst al­farið og ein­göngu um veiðiskap. All­ar upp­lýs­ing­ar um spilið er hægt að finna á face­book með því að slá inn leit­ar­orðið Makk­er­inn.
 
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert