Reykvíkingur ársins kynnir nýtt borðspil

Mikael með borðspilið sem hann sendir frá sér fyrir jólin. …
Mikael með borðspilið sem hann sendir frá sér fyrir jólin. 1.470 spurningar um veiði fylgja spilinu. Ljósmynd/MMR

Makkerinn, heitir nýtt spurningaspil fyrir veiðimenn. Höfundur og hugmyndasmiður er grunnskólakennarinn og Reykvíkingur ársins, Mikael Marinó Rivera. Hann er forfallinn veiðiáhugamaður og hefur meðal annars haft frumkvæði að því að bjóða upp á veiðiáfanga í Rimaskóla þar sem hann leggur stund á kennslu.

Í kynningartexta um spilið segir að Makkerinn sé fjörugt og fróðlegt spurningaspil um stangveiði á Íslandi. Hægt er að spila bæði í einstaklings- og liðakeppnum. Spurningaflokkarnir eru fimm talsins og bera þeir nöfn við hæfi. Þríkrækjan, Makkerinn segir, Fluguboxið, Í fyrsta kasti og loks er það 20 pundarinn.

Spurningarnar eru 1.470 talsins og margar býsna þungar. Aðrar eru léttari og voru á færi Sporðakasta að svara þeim auðveldlega. Dæmi úr flokknum Makkerinn segir, að frá Staðarskála á Blönduós þá keyri maður yfir Miðfjarðará, Víðidalsá og Vatnsdalsá Er það rétt, já eða nei? Svo eru aðrar sem vöfðust meira fyrir okkur. Dæmi: Hver var aflahæsta laxveiðiáin árið 2009?

Makkerinn er fyrsta borðspil sem sérstaklega er hannað fyrir veiðimenn.
Makkerinn er fyrsta borðspil sem sérstaklega er hannað fyrir veiðimenn. Ljósmynd/MMR

Mikael, höfundur spilsins hefur svo sem áður ratað í fréttir, sem tengjast veiðimálum og átti hann góða og eftirminnilega stund í vor þegar hann var valinn Reykvíkingur ársins og naut þess heiðurs að eiga fyrsta rennslið í Elliðaárnar í sumar. Í fréttatilkynningu frá borginni vegna valsins á Mikael sagði meðal annars. „Auk stang­veiði hef­ur Mika­el boðið upp á óvenju­leg­ar val­grein­ar en þeirra á meðal eru: Öku­skóli Mika­els, sem er und­ir­bún­ing­ur fyr­ir hefðbundið öku­nám, Hringa­drótt­ins­saga, þar sem kafað er dýpra í hug­ar­heim J.R.R.Tolkiens, og hlaðvarp þar sem nem­end­ur læra að gera hlaðvörp, allt frá hand­rita­gerð til birt­ing­ar á efni. Þá hef­ur Mika­el einnig boðið upp á valáfanga um Evr­ópuknatt­spyrn­una þar sem farið er yfir leiki vik­unn­ar í stærstu deild­um Evr­ópu, farið í gamla tölvu­leiki og borðspil.

Mikael Marinó Rivera kennari við Rimaskóla er með mikla veiðidellu. …
Mikael Marinó Rivera kennari við Rimaskóla er með mikla veiðidellu. Hér er hann í sínu náttúrulega umhverfi, með lax úr Elliðaánum. Ljósmynd/MMR


Haft er eft­ir skóla­stjóra Rima­skóla, Þórönnu Rósu Ólafs­dótt­ur að Mika­el efli góðan starfs­anda, hann sé úrræðagóður og hiki ekki við að koma með gleðina inn í skóla­starfið. „Útnefn­ing­in kom mér mjög á óvart, en þetta er virki­lega ánægju­legt. Það er gam­an að fá viður­kenn­ingu fyr­ir kennsl­una, og ég hlakka til að halda áfram að vinna með nem­end­um Rima­skóla,“ er haft efir Mika­el.“

Sporðaköst fjölluðu einmitt um Mikael og fluguveiðiáfangann í Rimaskóla í ársbyrjun í fyrra og spurðum:

Hvernig kom þetta til? Er þetta þín veiðidella sem ræður för eða ein­hverra nem­enda?
„Ég er nátt­úru­lega sjálf­ur for­fall­inn veiðimaður. Hins veg­ar voru nún­ar gerðar breyt­ing­ar sem gera þetta fýsi­leg­an kost. Þetta er valáfangi í ung­linga­deild og áður var fyr­ir­komu­lagið þannig að valáfangi hófst í janú­ar og var al­veg fram í maí. Það var kannski helst til lang­ur tími fyr­ir svona náms­efni. Nú er búið að breyta þessu og tíma­bil­inu hef­ur verið skipt í tvennt. Frá janú­ar og fram í miðjan mars og þá hefjast nýir áfang­ar fram á vor. Þetta er styttri tími og nær vor­inu. Þannig að ég aug­lýsti þetta og und­ir­tekt­irn­ar voru mjög góðar. Færri komust að en vildu. Ég aug­lýsti þetta grimmt og reyndi að höfða til stelpn­anna líka en þær koma bara von­andi næst,“ sagði Mika­el.
En nú hefur Mikael sem sagt sent frá sér fyrsta borðspilið sem snýst alfarið og eingöngu um veiðiskap. Allar upplýsingar um spilið er hægt að finna á facebook með því að slá inn leitarorðið Makkerinn.
 
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert