Ljósmyndabókin Þetta er Jökla, eða á ensku This is River Jökla eftir Nils Folmer Jörgensen kom út fyrir jólin. Bókin fór ekki í jólabókaflóðið heldur var hún aðeins prentuð í hundrað eintökum. Þröstur Elliðason leigutaki Jöklu segir að hann hafi leitað til Nils með skömmum fyrirvara og að hann hafi á mettíma sett saman eigulega ljósmyndabók af djásninu í veiðivatnasafni Strengja sem er fyrirtæki Þrastar. Bókinni var svo vel tekið að Þröstur íhugar nú að bæta um betur og prenta hana í stærra upplagi.
Nils Folmer, höfundur bókarinnar er landsþekktur veiðimaður, leiðsögumaður og grafískur hönnuður.
En af hverju þessi bók?
„Það er ekkert launungarmál að ég eyði umtalsverðum tíma á hverju ári við veiðar um allt Ísland. Ég á orðið fimm uppáhalds ár sem ég reyni að komast í á hverju sumri. Einn af þessum gimsteinum er Jökla, á sem margir veiðimenn hafa ekki enn kynnst.
Þessi bók er mín viðleitni til að kynna þessa mögnuðu á í sínu stórkostlega umhverfi fyrir fleirum.
Bókin er eins konar ferðalag um Jöklu þar sem meðal annars er horft til landslags, veiðistaða og reynt að varpa ljósi á hversu mikil paradís Jökla er fyrir þennan magnaða fisk, laxinn.“ Nils er sáttur með útkomuna en hefði viljað hafa meiri tíma og segja fleiri sögur. En kannski kemur það síðar.
Í bókinni er ferðast upp Jöklu og skoðuð þau fjögur veiðisvæði sem tilheyra henni og nánasta umhverfi. Fyrst er það neðsta svæðið sem Nils kallarLower Jökla, enda er bókin skrifuð á ensku þó að hún sé fyrst og fremst ljósmyndabók. Þá er það mið svæðið og loks efsta svæðið. Sérstakur kafli er svo um hliðarárnar, Kaldá, Fögruhlíðará, Fossá og Laxá. Í bókinni segir að þessar fjórar ár bjóði samtals upp á fimmtíu kílómetra af vatni þar sem lax getur gengið. Slepping á seiðum var aukin í hliðaránum í fyrra svo áhugavert verður að fylgjast með framvindu þar í sumar.
Það er ljóst að Jökla er komin á kortið sem ein af stóru ánum á Íslandi. Ljósmyndabók Nils Folmers varpar skemmtilegu ljósi á þessa mikilfenglegu á og satt best að segja kom Sporðaköstum skemmtilega á hversu heillandi heildarmynd ljósmyndirnar drógu upp af spennandi laxveiðiá.
Upp á dönsku þá gratúlerum við Nils með bókina.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |