Allsherjar veiðipartý í lok apríl

Sigurður Héðinn er að ráðast í stórt og mikið verkefni. …
Sigurður Héðinn er að ráðast í stórt og mikið verkefni. Dagana 27. og 28. apríl þarf útivistar- og veiðifólk að taka frá. Sýningin Flugur og veiði verður þá haldin undir stúkunni í Laugardalnum. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Veiðifólk ætti að taka frá dag­ana 27. og 28. apríl. Þá daga verður efnt til sýn­ing­ar­inn­ar Flug­ur og veiði und­ir stúk­unni á Laug­ar­dals­velli. Aðal­hvatamaður og skipu­leggj­andi er Sig­urður Héðinn, Haug­ur­inn eins og hann er jafn­an kallaður.

„Já. Ég reikna með því að þarna verði all­ir. All­ir sem tengj­ast úti­vist og veiði á ein­hvern hátt,“ svar­ar Haug­ur­inn aðspurður um hvort þarna verði all­ir.

Hann seg­ir hug­mynd­ina hafa kviknað í ör­deyðu í októ­ber. „Það er lítið að gera í veiðibúðum á þeim tíma og ég var að hugsa með sjálf­um mér hvað ég ætti að gera. Fúli karl­inn var á ann­arri öxl­inni og sagði mér að hætta þessu bara. Svo var sá káti og bjart­sýni á hinni öxl­inni og hann sagði bara, fulla ferð. Sá bjart­sýni hafði bet­ur,“ hlær Haug­ur­inn. 

Haugurinn hefur farið á margar sýningar erlendis. Hér spjallar hann …
Haug­ur­inn hef­ur farið á marg­ar sýn­ing­ar er­lend­is. Hér spjall­ar hann við viðskipta­vin á sýn­ingu í Banda­ríkj­un­um. Hann ætl­ar að not­færa sér reynsl­una af þátt­töku í sýn­ing­um til að skapa spenn­andi sam­komu hér heima. Ljós­mynd/​SH

Nú er þetta komið á kopp­inn og fjöl­marg­ir aðilar í úti­vist og veiðitengdri starf­semi hafa staðfest áhuga og komu sína. Það er langt síðan að veiðisýn­ing hef­ur verið hald­in af þess­ari stærðargráðu. Ýmsar út­gáf­ur hafa litið dags­ins ljós bæði í Há­skóla­bíói og Íslenska flugu­veiðisýn­ing­in var hald­in á sín­um tíma. Það þarf hins veg­ar að fara hinu meg­in við alda­mót­in til að minn­ast Veiðimess­unn­ar sem Stefán Magnús­son skipu­lagði snemma á tí­unda ára­tug síðustu ald­ar til að finna eitt­hvað sam­bæri­legt.

„Ég vona að all­ir verði þarna. All­ir sem tengj­ast úti­vist og veiði með ein­hverj­um hætti. Áhug­inn sem ég er að upp­lifa frá fyr­ir­tækj­um er mik­ill. Svo vona ég að þetta verði ein alls­herj­ar sam­koma fyr­ir veiði– og úti­vistar­fólk. Ég valdi þess­ar dag­setn­ing­ar með það í huga. Dag­inn er virki­lega farið að lengja og veiðitíma­bilið er hafið og stytt­ist í lax­inn. Pass­lega langt liðið frá pásk­um og sum­ar­dag­ur­inn fyrsti rétt afstaðinn.“

Skipulagið er á fullu og svona mun sýningarsvæðið raðast niður. …
Skipu­lagið er á fullu og svona mun sýn­ing­ar­svæðið raðast niður. Í mörg horn að líta, seg­ir Haug­ur­inn. Ljós­mynd/​SH

Fjöldi fyr­ir­tækja hef­ur þegar gefið já­kvætt svar til Haugs­ins og hann fer bjart­sýnn í þetta verk­efni. Viður­kenn­ir reynd­ar að í mörg horn sé að líta, en hann er ein­yrki með þeim kost­um og göll­um sem því fylgja. „Ég þarf ekki marga og stóra fundi um ákv­arðana­töku. Ég hugsa málið og tek svo ákvörðun. Minn­ir mig svo­lítið á þegar ég fór fyrst til sjós fimmtán ára gam­all. Þá var ég kallaður upp í brú og skip­stjór­inn til­kynnti mér að um borð í þessu skipi væru bara tvenn­ar skoðanir. Ann­ars veg­ar mín skoðun og hins veg­ar röng skoðun. Ég er enn að hugsa um þetta 45 árum síðar,“ seg­ir Haug­ur­inn hugsi.

Aðstaðan und­ir stúk­unni á Laug­ar­dals­velli er mjög flott í slík­an viðburð að mati Sig­urðar Héðins. Nóg af bíla­stæðum og mikið og gott pláss. Hann hef­ur sjálf­ur sótt marg­ar sýn­ing­ar er­lend­is og er að reyna að taka það besta úr þeirri upp­lif­un. Aðgangs­eyri verður stillt í hóf seg­ir hann og full­yrðir að gest­ir muni ekki svitna yfir því verðlagi þó veiðimenn séu ýmsu van­ir þegar kem­ur að verðlagn­ingu.

Áhuga­sam­ir geta nálg­ast all­ar frek­ari upp­lýs­ing­ar hjá Haugn­um með því að senda tölvu­póst á ne­tangið siggi@haug­ur.is

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert