Hrun í laxveiði í Svíþjóð

Aik Boyman með risalax úr ánni Mörrum í Svíþjóð, sumarið …
Aik Boyman með risalax úr ánni Mörrum í Svíþjóð, sumarið 2019. Hann mældist 118 sentímetrar og vigtaði 19,3 kíló. Áin Mörrum var með betra móti ef miðað við hvað gerðist í öðrum ám. Ljósmynd/Stefan Enevoldsen

Þær eru held­ur ógæfu­leg­ar töl­urn­ar sem birt­ar voru ný­lega yfir laxveiði í sænsk­um ám sem falla í Eystra­saltið. Veiðin í sum­ar sem leið bók­staf­lega hrundi í sam­an­b­urði við fyrri ár. Töl­urn­ar ná yfir 21 laxveiðiá og er heild­ar­veiðin 1.694 lax­ar á móti ríf­lega ell­efu þúsund fisk­um sum­arið á und­an.

Þetta er svo drama­tískt fall að marg­ir hafa orðið til að ef­ast um að töl­urn­ar sé rétt­ar. Sum­arið 2022 gáfu þess­ar ár 11.148 laxa. Sum­arið 2021 var veiðin 11.826 lax­ar og 2020 voru skráðir 11.356 lax­ar. Síðasta sum­ar náði veiðin ekki sautján hundruð löx­um.

Hér er um ræða ár sem að stærst­um hluta fóstra Eystra­saltslax sem er sama teg­und og Atlants­haflax­inn en hef­ur verið kennd­ur við heima­svæði sitt. Á ís­öld lokaðist Eystra­saltið af og þess­ir lax­ar gátu því ekki gengið út úr heima­haf­inu. Þannig breytt­ust lifnaðar­hætt­ir hans og i dag al­ast seiði þess­ara laxa upp í Eystra­salt­inu og það er þeirra fæðuslóð þar til hann hef­ur náð full­um vexti og geng­ur þá aft­ur upp í ána sem hann klakt­ist út í. Þess­ir lax­ar verða held­ur stærri en sá lax sem kennd­ur er við Atlants­hafið og kann það að vera vegna þess að ferðalagið er mun styttra og hann lif­ir fyrst og fremst á síld og síld­ar­seiðum. Þó að þess­ir lax­ar séu kennd­ir við Eystra­saltið er teg­unda­heitið Salmo sal­ar eins og hjá Atlants­hafslaxi.

Peter Sundgren með 13,86 kílóa lax úr Mörrum í Svíþjóð. …
Peter Sund­gren með 13,86 kílóa lax úr Mörr­um í Svíþjóð. Þessi fisk­ur var ekki nema 102 sentí­metr­ar. En spik­feit­ur. For­vitni­legt verður að sjá hvað ger­ist í fram­hald­inu á aust­ur­strönd Svíþjóðar. Ljós­mynd/​Aðsend

All­ir fiski­stofn­ar í Eystra­salt­inu eða The Baltic Sea hafa átt und­ir högg að sækja á síðustu árum. Vorið 2021 var þorskkvóti skor­inn niður um hvorki meira né minna en 88%. Þá hef­ur síld einnig átt und­ir högg að sækja, sem er helst fæðuupp­spretta lax­ins.

En töl­ur fyr­ir veiðina síðasta sum­ar eru hreint út sagt slá­andi. Hrunið er svo af­ger­andi. Töl­ur yfir veiði á sjó­birt­ingi eru ekki jafn svart­ar í sam­an­b­urði milli ára en veiðin er niður um 55%. Í hóp á face­book þar sem veiðimenn frá ýms­um lönd­um voru að ræða þessa stöðu áttu menn varla til orð. Hér eru nokk­ur um­mæli.

„Það svíður í augu að skoða þess­ar töl­ur.“

„Ég bara trúi þessu ekki. Eru þetta rétt­ar töl­ur?“

„Þarna sést hvað veiða/​sleppa er alls ekki að virka. Það er bara eitt­hvað djók.“

„Sjó­mönn­um og tog­ur­um verður kennt um þetta eins og vana­lega.“

„Hvað eru stjórn­mála­menn að gera? Ekk­ert.“

Upp­hafsmaður færsl­unn­ar, sem deildi þess­um upp­lýs­ing­um er spurður um hvort hann hafi ein­hverj­ar skýr­ing­ar. Hann seg­ist helst horfa til þess að vís­inda­menn sögðu hrygn­ingu síld­ar árið 2018 hafa al­ger­lega mis­far­ist í Eystra­salt­inu og það vænt­an­lega dregið úr fæðufram­boði. En hann bend­ir líka á að skýr­ing­arn­ar kunni að vera feiri og margþætt­ari.

Ann­ar bend­ir á að þetta hafi verið eitt mesta rign­inga­sum­ar í þess­um hluta Svíþjóðar og tel­ur að hluti af skýr­ing­unni sé að meira af áburði hafi leyst upp og skilað sér út í árn­ar og haft al­var­leg áhrif.

Sá þriðji full­yrðir að hita­stig sjáv­ar á þess­um slóðum hafi hækkað og það kunni að vera skýr­ing.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um sem Sporðaköst hafa aflað sér er skrán­ing í þess­um laxveiðiám sem tald­ar eru upp, ekki mjög ná­kvæm. En þar hef­ur ekki orðið nein breyt­ing und­an­far­in ár þannig að sam­an­b­urður milli ára ætti að vera mark­tæk­ur. Sum­ar­veiðin í sum­ar í þess­um ám er niður um 80 – 90% miðað við síðustu þrjú ár á und­an.

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert