Ný stjórn í FUSS og Elías formaður

Nýkjörin stjórn FUSS. Aftari röð frá vinstri: Andri Freyr Björnsson …
Nýkjörin stjórn FUSS. Aftari röð frá vinstri: Andri Freyr Björnsson Birkir Örn Erlendsson, Atli Dagur Ólafsson, Guðlaugur Þór Ingvason, Jóhann Helgi Stefánsson. Fremri röð fv: Markús Darri Maack, Daníel Friðgeir Viðfjörð Sveinsson, Bjarki Þór Hilmarsson, Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson, Ásgeir Atli Ásgeirsson. Á myndina vantar: Eyþór Loga Þorsteinsson og Steindór Snæ Ólason. Ljósmynd/FUSS
Félag ungra í skot– og stangveiði, skammstafað FUSS kaus sér nýja stjórn á aðalfundi félagsins sem haldinn var um helgina. Helga Kristín Tryggvadóttir hefur starfað sem formaður félagsins síðastliðin fjögur ár gaf ekki kost á sér til frekari formennsku.
Elías Pétur Þórarinsson var kjörinn formaður. Varaformaður er Markús Darri Maack og meðstjórnendur eru þeir Jóhann Helgi Stefánsson, Andri Freyr Björnsson, Ásgeir Atli Ásgeirsson, Bjarki Þór Hilmarsson, Atli Dagur Ólafsson, Birkir Örn Erlendsson, Daníel Friðgeir Viðfjörð Sveinsson, Eyþór Logi Þorsteinsson, Guðlaugur Þór Ingvarsson og Steindór Snær Ólason.
Fuss er félag fyrir fólk á aldrinum 18 til 35 ára sem hefur áhuga á skot- og stangveiði. Tilgangur félagsins er að búa til góðan félagsskap þar sem allir eru velkomnir, auka aðgengi að veiðileyfum á betri kjörum og halda námskeið þar sem félagsmenn geta sótt sér aukna þekkingu og reynslu.
Helga Kristín Tryggvadóttir hefur starfað sem formaður í fjögur ár. …
Helga Kristín Tryggvadóttir hefur starfað sem formaður í fjögur ár. Nú tekur Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson við keflinu. Hin fjölmenna stjórn er eingöngu skipuð körlum en engin kona gaf kost á sér í stjórnarkjöri. Ljósmynd/FUSS
Í fréttatilkynningu sem félagið sendi frá sér eftir aðalfundinn segir að framtíð félagsins sé björt og þess er getið að nýkjörin stjórn hafi þegar fundað og hafin sé skipulagning á skot- og stangveiðiferðum á árinu. Áhugasömum er bent á að fylgjast með á heimasíðu félagsins og einnig að fylgja FUSS á samfélagsmiðlum.
 
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Richard Jewell 9. ágúst 9.8.
100 cm Laxá í Aðaldal Björgvin Krauni Viðarsson 9. ágúst 9.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert