Tveir veiðistaðir gáfu yfir 500 laxa

Komið að löndun á Rangárflúðum í Ytri-Rangá. Þessi veiðistaður gaf …
Komið að löndun á Rangárflúðum í Ytri-Rangá. Þessi veiðistaður gaf meira en fimm hundruð laxa í fyrra og var næst besti veiðistaðurinn á vatnasvæðinu á eftir Djúpósi. westranga.is

Tveir veiðistaðir í Ytri–Rangá gáfu yfir fimm hundruð laxa síðasta sumar. Það er vandséð að til hafi verið betri veiðistaðir fyrir Atlantshafslax í heiminum á síðasta ári. Það er þó alls ekki útilokað en Sporðaköst hafa ekki upplýsingar um fleiri fiska landaða þegar kemur að einum veiðistað.

Við fjölluðum um náttúrulegu laxveiðiárnar fyrr í vikunni og leituðum uppi gjöfulustu veiðistaðina. Nú er komið að Rangánum en þær lúta nokkuð öðrum lögmálum en þær sem áður er vitnað til. Rangárnar byggja alfarið á seiðasleppingum og veiðitíminn þar er lengri þar sem ekki þarf að huga að því að vernda hrygningarstofn.

Sjö veiðistaðir gáfu meira en hundrað laxa veiði, síðasta sumar í Ytri–Rangá. Þar af voru tveir með yfir fimm hundruð laxa hvor. Flesta laxa gaf Djúpós eða 569. Ekki langt undan voru sjálfar Rangárflúðirnar sem er eitt helsta kennileiti Ytri. 538 löxum var landað á þessum veiðistað sem er spölkorn frá veiðihúsinu og óvíða er skemmtilegra útsýni í morgunmatnum en í Ytri.

Listinn yfir bestu veiðistaði í Ytri-Rangá og vesturbakki Hólsár sumarið 2023.

Djúpós                569

Rangárflúðir        538

Hellisey               439

Stallmýrarfljót     316

Staur                  271

Tjarnarbreiða      157

Hólsárbakkar       123

Línustrengur        112

Kominn í háfinn. Glöð veiðikona fagnar í Eystri-Rangá. Þrátt fyrir …
Kominn í háfinn. Glöð veiðikona fagnar í Eystri-Rangá. Þrátt fyrir að heildartalan hafi verið lélegri en oft áður var samt oft gleði við völd í Eystri í sumar sem leið. Ljósmynd/JAX

Þegar við horfum aðeins austar, til systurárinnar Eystri–Rangár er skráningin með öðrum hætti. Fjöldi fiska er skráður á veiðisvæði. Bestu veiðistaðirnir í Eystri voru Hrafnaklettar, Oddhóll, Bátsvað, Moldarhylur, Petros, Hofteigsbreiða og Tjarnarhylur.

Hér að neðan má sjá heildarveiði á hverju svæði fyrir sig. 

Svæði 1    273 laxar – 10,49%

Svæði 2    257 laxar – 9,88%

Svæði 3    477 laxar – 18,33%

Svæði 4    494 laxar – 18,99%

Svæði 5      84 laxar – 3,23%

Svæði 6    234 laxar – 8,99%

Svæði 7    389 laxar – 14,95%

Svæði 8    109 laxar – 4,19%

Svæði 9      59 laxar – 2,27%

Svæði 1 - B gaf 226 laxa eða 8,69%. Þar er í raun um einn veiðistað að ræða, eða Oddhól. Þetta svæði var búið til svo veiðimenn sem væru á lakari svæðum ættu fleiri möguleika.

Haustbirta við Eystri-Rangá. Þessi mynd geymir nokkra góða veiðistaði. Nú …
Haustbirta við Eystri-Rangá. Þessi mynd geymir nokkra góða veiðistaði. Nú eru teljandi á fingrum annarar handar mánuðirnir þar til laxveiðin hefst á ný. Bara tveir mánuðir í sjóbirtingsveiðina. mbl.is/Árni Sæberg

Heildarveiðin í Eystri var undir væntingum í fyrra og skilaði 2,602 löxum. Fara þarf aftur til ársins 2017 til að finna verri útkomu.

Ytri skilaði betri veiði og endaði í 3,587 löxum.

Ef skoðaðir eru bestu veiðidagarnir í Eystri kemur í ljós síðustu þrír dagarnir í júlí skiluðu mestu veiðinni. Á þremur dögum, 29. til 31. júlí lönduðu veiðimenn 184 löxum. Þrír dagar skiluðu meira en sextíu dögum í veiði.

Það munar um þúsund laxa eins og bilið var á milli Rangánna síðasta sumar. Í Ytri voru þrettán dagar sem gáfu sextíu laxa eða meira og besti veiðidagurinn þar var 7. september þegar á land komu 121 lax.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert