SVFR flytur - „Ég á mér draumastað“

Húsnæðið sem félagið festi kaup á. Merki SVFR er hins …
Húsnæðið sem félagið festi kaup á. Merki SVFR er hins vegar sett inn á myndina með nútíma tækni. Starfsemin er flutt og við upplýsum draumastað formannsins fyrir framtíðar húsnæði. Ljósmynd/SVFR

Stangaveiðifélag Reykjavíkur – SVFR, hefur fest kaup á húsnæði við Suðurlandsbraut 54 og flutt þangað skrifstofu og höfuðstöðvar. Áður var félagið með aðstöðu í húsakynnum við Rafstöðvarveg við Elliðaárnar, sem er í eigu Orkuveitu Reykjavíkur.

„Í byrjun árs 2024 fjárfesti félagið í húsnæði að Suðurlandsbraut 54 ,en félagið hefur verið í góðu samstarfi við OR varðandi húsnæði en því miður er þessu samstarfi lokið í bili,“ sagði Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR í samtali við Sporðaköst.

Þrátt fyrir vilja fannst ekki flötur á að félagið fengi viðunandi húsnæði í þeim húsakynnum sem Orkuveitan ræður yfir á þeim slóðum sem eru í námunda við borgarperluna, Elliðaárnar. FramtíðaráformOR með þessar byggingar eru önnur en hentuðu fyrir SVFR.

Ungur veiðimaður mátar sig við flugustöng fyrir utan veiðihúsið við …
Ungur veiðimaður mátar sig við flugustöng fyrir utan veiðihúsið við Elliðaár. Draumur formannsins er að gera þetta að framtíðarhúsnæði fyrir félagið. Enn sem komið er bara draumur. En hver veit. Ljósmynd/ES

Ragnheiður segir að það muni fara vel um þau í bláu húsunum. Þau séu í óða önn að klára að koma sér fyrir. Húnæðið er rúmir níutíu fermetrar og hýsir starfsemina vel. Hægt er að taka á móti smærri hópum og halda hluta af þeim viðburðum sem Stangó stendur reglulega fyrir.

„Draumurinn er að uppfæra gamla veiðihúsið við Elliðaárnar. Byggja aðeins við það og uppfæra svo það geti verið húsnæðið okkar. Það þarf auðvitað að gera líka við brúnna en þetta er enn bara draumur og við höfum ekkert gert í þessu. Þetta kallar væntanlega á alls konar leyfi og heimildir og við erum ekki farin af stað í það. Þetta er draumastaðurinn,“ upplýsti formaðurinn. Hún vildi benda fólki á að velkomið væri að kíkja í kaffi og skoða nýju aðstöðuna.

Febrúar er stór mánuður hjá félaginu og verður aðalfundur SVFR haldinn 29. febrúar sem dagsetning sem flestir ættu að geta munað enda er hún ekki í boði nema á fjögurra ára fresti. Fundurinn verður haldinn í Akoges salnum í Lágmúla 4.

Framboðsfrestur til þeirra embætta sem kosið verður um á fundinum rennur út 15. febrúar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert