Hafa náð fyrri styrk en blikur á lofti

Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR er sátt við rekstur síðasta árs …
Ragnheiður Thorsteinsson, formaður SVFR er sátt við rekstur síðasta árs og hefur eigið fé félagsins nú náð svipaðri krónutölu og fyrir efnahagshrun. En á sama tíma eru blikur á lofti, sérstaklega á útlendingamarkaðnum. Ljósmynd/RT

Stangaveiðifélag Reykjavíkur skilaði ríflega fjörutíu milljóna króna hagnaði síðasta ár. Eigið fé félagsins hefur verið styrkjast undanfarin ár og hefur SVFR nú náð sínum fyrri styrk, eins og það er orðað á heimasíðu félagsins. Er þar horft til þess að eftir erfið ár í kjölfar efnahagshrunsins á Íslandi er eigið fé nú orðið meira í krónum talið en var árið 2007. Eigið fé er nú að nálgast 140 milljónir króna eftir að hafa verið neikvætt á árunum 2011 til 2016. 

„Nokkrir samverkandi þættir skýra bætta afkomu SVFR; agi í rekstri félagsins, bættir innheimtu– og skráningarferlar, öflugt starfsfólk, fjölgun félagsmanna og góð sala veiðileyfa,“ segir í tilkynningu frá félaginu á heimasíðu félagsins þar sem gerð er grein fyrir afkomu síðasta rekstrarárs félagsins.

Upplýst er jafnframt að heildartekjur námu 644,5 milljónum króna á síðasta ári.

Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR er að vonum ánægð með stöðuna og segir skipta miklu máli fyrir félagið að hafa náð að vinna sig upp úr þeim öldudal sem að baki er.

Reikningar félagsins verða lagðir fram á aðalfundi í lok mánaðarsins. …
Reikningar félagsins verða lagðir fram á aðalfundi í lok mánaðarsins. Mikið hefur verið að gera hjá SVFR og var flutt inn í nýjar höfuðstöðvar um mánaðamótin. Ljósmynd/SVFR

En hvernig gengur veiðileyfasala núna?

„Þegar við hörfum til félagsánna okkar þá hefur hún gengið heilt yfir vel. Laus veiðileyfi er að finna á vefsölunni okkar sem er galopin allan sólarhringinn. Við finnum hins vegar fyrir þeirri stöðu sem Sporðaköst lýstu um stöðuna á útlendingamarkaði. Þar er farið að hríma og sá markaður er orðinn mun erfiðari. Já frostrósirnar þar leyna sér ekki og við finnum fyrir tregðu á þeim markaði. Því er eitthvað af lausum hollum ef íslensk fyrirtæki vilja bregða sér í veiði.“

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur verður haldinn 29. febrúar og þar verða reikningar félagsins lagðir fram og kosið um þau embætti sem þörf er á.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert