Á meðan að flestir veiðimenn á Íslandi fletta dagatalinu og telja niður í næsta veiðitímabil er Dagur Árni Guðmundsson leiðsögumaður, í mokveiði í Kaliforníu og hver dagurinn toppar þann á undan. Hann er að setja í og landa fjölmörgum vatnakörfum upp í 25 pund. Við ræddum við Dag um miðjan janúar og þá var hann í skýjunum. Margir fiskar og stórir og fáir veiðimenn á svæðinu. Þá upplifði hann sig sem krakka í himnaríki. Umfjöllunin um burrito elskandi Íslendinginn vakti athygli og fjölmargir höfðu samband við Dag. „Já. Einn er á leiðinni út til mín að veiða eftir nokkra daga,“ upplýsti hann. Ársleyfið kostar um átta þúsund krónur og með veiði eins og Dagur Árni er að upplifa reglulega þá er það gjöf en ekki gjald. Síðustu tveir dagar hjá honum hafa slegið allt út. Sporðaköst óskuðu eftir skýrslu um þessa mögnuðu veiði. Með munninn fullan af burrito hló hann og svaraði; „Sjálfsagt.“
Skýrslan sem er ítarleg og áhugaverð fylgir hér í fullri lengd skreytt myndum frá höfundi.
„Var að koma heim úr tveggja daga veiði á carp, í geggjuðu veðri og með góðum burritos. Fyrri daginn var logn, og brjálað mýfluguklak. Var mættur um morguninn með nýja flugu sem átti að líkja eftir klekjandi mýpúpu, sem er með svona foam stykki sem er tengt flugunni með tvinna um einn cm fyrir ofan augað á púpunni. Svona næ ég að halda púpunni rétt undir yfirborðinu og ég sé fluguna vel.
Ég byrjaði að keyra um og leita að fiskum, sem felur í sér að leita með sjónauka eftir fiskum að éta af yfirborðinu. Eftir að fiskarnir eru fundnir, þá set ég á klakpúpuna þar sem sé að þeir eru svona rétt að brjóta vatnsyfirborðið. Sjónkasta á fiska sem eru í hæfilegri fjarlægð og elti þá inn og út úr mörgum litlum víkum og yfir á tanga í hring.
Þegar ég stoppaði og fékk mér hádegismat var ég búinn að landa sautjáncarp, og flestir 10 –15 pund, sem sagt mjög flottir og sterkir fiskar. Er mjög ánægður með þetta, þar sem sautján fiskar er geggjuð veiði, sérstaklega á fisk sem er eins erfiður að veiða ogcarp. Fæ mér góðaburrito og kaldan bjór, og nýt lífsins.
Eftir hádegi tók mig smá tíma að finna fiskana aftur, en eftir smá leit fann ég risa torfu afcarp sem var að njóta lífsins í sólinni og éta mýflugur af yfirborðinu. Þarna tók við einhver brjálaðasta stund í veiði sem ég hef átt, þar sem hver feiti og flottigoldenghost á eftir öðrum skóflaði í sig mýflugum, og þeir voru ekkert að væla yfirparachute þurrflugunni sem ég kastaði á matarborðið þeirra. Ég setti í yfir 25 fiska, margir sem slitu í tökunni, en landaði nítján fiskum á nokkrum klukkutímum. Allir vænir og flottir í þessum 10 – 15 punda klassa.
Var orðinn vel þreyttur í hendinni eftir þetta, og skildi þá eftir og leyfði þeim að njóta lífsins í friði, þar sem ég fór að koma mér fyrir á tjaldsvæðinu til að grilla kjúkling og gera mérburrito. Var eiginlega bara í nettu sjokki allt kvöldið eftir svona flotta veiði. Hugsaði með mér að þetta yrði seint toppað.
Um morguninn var grilluð breakfast burrito, sem er burrito með beikoni, eggi og kartöflum – besta leiðin til að byrja daginn. Veiðifélagi minn frá Flórída hitti mig á tjaldsvæðinu og planið var að labba lengst upp í dal, þar sem áin sem rennur í þetta vatn kemur út í. Það er um tólf kílómetra ganga að ósnum. En í leit að carp, er þetta oft venjan. Því meira sem er lagt á sig, því meira fær maður út úr því.
Eftir langa göngu upp og niður kletta og dali, komum við í ósinn á ánni. Ég tók hitastigið og sá að það var átta gráðum kaldara en megin vatnið – ekki gott. Færðum okkur þaðan aftur í átt að klettunum sem við fórum yfir, og fengum okkur hádegismat þar. Einnibreakfastburrito og ísköldumcoorslight seinna, skoðum við ofan af klettinum og sáum þar stóra torfu afcarp. Ég sendi félagann niður, og færði mig hægt og rólega meðfram brúninni í leit að fiskum. Sé ég þar einnSCHLONKER.SCHLONKER ersexycarp, sem sagt stór og gamall meistari, og þessi var í 20 – 25 punda klassanum.
Ég laumaði mér niður, hægt og rólega og kom mér í stöðu til að kasta á þennan gullfallega golden ghost. Var með klakpúpuna undir, og sá hann snúa sér meðfram bakkanum, um fimmtán metra frá mér. Þarna var glugginn. Ég kastaði flugunni og hún lenti á hárréttum stað, og fiskurinn eiginlega strax negldi fluguna. Þarna hugsaði ég með mér hvað þetta væri fáránlegt. Ég með átta punda taum, fiberglass stöng #6, og með tuttugu plús punda fisk á endanum. Þessi bardagi stóð lengi, svo lengi að vinur minn hélt að þetta væri þriðji fiskurinn minn, en ég andaði út erfiðlega. „No, he’s just a freaking monster.“
Náði fiskinum loksins nær, en var í erfiðleikum að snúa hausnum, þar sem þyngdin á honum var svo rosaleg. Það sem er öðruvísi í bardaga með stórancarp, miðað við stóran urriða eða lax, er bara hversu þykkir fiskarnir eru, og hvernig hausinn og búkurinn eru í laginu. Stórcarp er bæði þungur, og eins og segl, og það getur verið mjög erfitt að snúa hausnum inn í háfinn þar sem þú ræður oftast litlu sem engu þegar það kemur að þessum fiskum. En eftir langan bardaga, tókst mér loksins að snúa honum og ég rétt svo kom honum í háfinn. Hálfur fiskurinn stóð út úr háfnum.
Við vorum ekki með vigt, en þessi var í kringum 25 pundin. Stór carp, er svakalega þykkur fiskur, og villtur fiskur í svona umhverfi er bara vöðvi. Sporðurinn var tættur efst eins og örn hafi komist í hann einhvern tíma. Líkt og ísaldar urriði og sjóbirtingur, þá geta carp orðið mjög gamlir, og fiskur af þessari stærð hefur líklega verið í kringum 15 – 20 ára gamall, ef ekki eldri.
Þetta var algerlega „the cherry on top,“ og ég sat og naut lífsins í smá stund eftir þetta. Hjálpaði „Florida Man“ aðeins með hvernig væri best að bera fluguna að fiskinum, og eftir smá stund fór hann að setja í fiska. Ég rölti hægt og rólega til baka, og endaði með sextán fiska í viðbót áður en við komum í bílinn. Allir teknir annað hvort á klakpúpuna eða parachute þurrflugu.
Þegar komið er í bílinn er mitt fyrsta verk að skrifa í veiðidagbókina um aðstæður og hegðun fiskanna, sem hjálpar mér með að sjá hvernig þeir haga sér yfir tímabilið og eftir aðstæðum. Eftir góðan dag og langt labb er gott að setjast niður. Horfa á sólina setjast bak við falleg Kalifornísk fjöll, og fá sér eina micro burrito (lítil burrito fyrir kvöldmat) og ískaldan coors light. Lífið gerist ekki betra.“
Við þökkum Degi kærlega fyrir sendinguna. Nú eru ekki nema 46 dagar í að veiðitímabilið á Íslandi verði flautað á.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |