Burritosjúki vatnakarfaveiðimaðurinn, Dagur Árni Guðmundsson hefur sett saman myndband af aðstæðum í Kaliforníu þar sem hann mokveiðir vatnakarfa eða carp. Fréttin okkar frá í gær um kappann vakti verðskuldaða athygli. Segja má að myndbandið sé vídeó útgáfa af þeirri frétt.
Fyrir þá sem hafa áhuga á þessari veiði er afar áhugavert að skoða myndbandið en linkur fylgir með á það. Dagur sendi okkur skýrslu í gær um magnaða veiði sem hann hefur verið í síðustu tvo daga, þar sem hann hefur rótað upp fiskum á bilinu 10 til 25 pund. Í skýrslunni sagði hann frá viðureigninni við SCHLONKERINN sem hann fann og setti í. Þetta þýsk ættaða orð er lýsing Dags á afar stórum fiski.
Myndbandið er á youtube en þar talar Dagur á ensku og deilir hugsunum sínum, matargerð og magnaðri veiði með áhorfendum.
Kaldir morgnar og heit síðdegi eru ávísun á góða veiði þegar carp er annars vegar. Myndbandið er góð skemmtun þegar lítið er við að vera á Fróni fyrir veiðimenn, nema hnýta flugur.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |