„Listasýning sjaldséðra verka“

Klinkhammer sem Örn Hjálmarsson hnýtti. Fallegt handbragð og silungurinn á …
Klinkhammer sem Örn Hjálmarsson hnýtti. Fallegt handbragð og silungurinn á erfitt með að standast þessa. Ljósmynd/Örn Hjálmarsson

Það fer að síga á seinni hlut­ann í Fe­brú­arflug­um, sem er stærsti flugu­hnýt­ingaviðburður á Íslandi. All­ir geta tekið þátt og þurfa bara að senda inn mynd af flugu sem þeir hafa hnýtt í til­efni verk­efn­is­ins. FOS.is stend­ur fyr­ir Fe­brú­arflug­um og þar er Kristján Friðriks­son alls­ráðandi. All­ir þátt­tak­end­ur fara í pott og eru dregn­ir út nokkr­ir heppn­ir hnýt­ar­ar í lok mánaðar. Um er að ræða happ­drætti en ekki keppni, eins og Kristján hef­ur lagt ríka áherslu á. Sporðaköst birta á sunnu­dög­um mynd­ir af nokkr­um af þeim flug­um sem hafa borist og vel Kristján mynd­irn­ar. Gef­um hon­um orðið.

„Skammt­ur­inn að þessu sinni gæti verið í þem­anu Lista­sýn­ing sjald­séðra verka. Flug­ur og hand­bragð sem koma að öllu jöfnu ekki oft fyr­ir al­menn­ings sjón­ir, en njóta sín og fá at­hygli í Fe­brú­arflug­um.

Þessi gripur heitir mikla nafni Articulated monster bugger. Þessi fluga …
Þessi grip­ur heit­ir mikla nafni Articula­ted mon­ster bug­ger. Þessi fluga fer ekki fram­hjá nein­um fiski þegar henni er kastað. Ljós­mynd­ari/​Sig­urður Kristjáns­son

 

En það má ekki gleyma nýj­um meðlim­um Fe­brú­arflugna, þeim fjölg­ar enn og eru orðnir vel yfir 1600. FOS grun­ar að marg­ir þeirra séu að hnýta, jafn­vel að stíga sín fyrstu skref og til að lokka þá und­an bakk­an­um og út í iðuna var ákveðið að egna fyr­ir þá með sér­stök­um viður­kenn­ing­um fyr­ir þátt­tök­una. Ekki stóð á stuðningi við þessa hug­mynd og þrír nýir styrkt­araðilar brugðust við og standa að baki þeim viður­kenn­ing­um; Reiða önd­in, Valdemars­son fly fis­hing og Veiðivin­ir Fish Partner.“

Urriðabani eftir Stefán Bjarna Hjaltested. Þessi gæti hæglega staðið undir …
Urriðabani eft­ir Stefán Bjarna Hjaltested. Þessi gæti hæg­lega staðið und­ir nafni. Ljós­mynd/​Stefán B. Hjaltested

 

Kristján tók sam­an töl­fræði yfir þátt­tök­una í ár:

  • Enn fjölg­ar þátt­tak­end­um, eru orðnir vel yfir 1600 og marg­ir þeirra brugðið á leik, þó sum­ir virðist halda aðeins í sér.
  • 130 hnýt­ar­ar hafa lagt sitt að mörk­um það sem af er og ekk­ert lát á viðbrögðum við inn­leggj­um þeirra; 20.500 komm­ent, broskarl­ar og þuml­ar á lofti og eng­in skort­ur á upp­byggi­leg­um og góðum ábend­ing­um.
  • Fjöldi flugna eru kom­inn hátt í 700, ótrú­leg gróska og flott­ar flug­ur.
Ein af mörgum vel heppnuðum hönnunum Nils Folmers. Þetta er …
Ein af mörg­um vel heppnuðum hönn­un­um Nils Fol­mers. Þetta er Ketill Máni. Fluga sem hef­ur oft gert það gott í laxi. Ljós­mynd/​Nils Fol­mer Jor­gensen
Ingvar Ingvarsson sendi þessa inn. Falleg fluga og maður finnur …
Ingvar Ingvars­son sendi þessa inn. Fal­leg fluga og maður finn­ur fyr­ir vor­inu sem hún boðar. Svang­ir sil­ung­ar munu skoða þessa. Ljós­mynd/​Ingvar Ingvars­son
Dominik Drazba með flugu sem er eftirlíking af seiði eða …
Dom­inik Drazba með flugu sem er eft­ir­lík­ing af seiði eða smá­fiski. Rán­fisk­ar, eins og til dæm­is ís­ald­ar­urriðinn í Þing­valla­vatni gætu fallið fyr­ir þess­ari. Ljós­mynd/​Dom­inik Drazba
Lunch money eftir Brand Brandsson. Flottur gripur. Sjóbirtingur eða urriði? …
Lunch mo­ney eft­ir Brand Brands­son. Flott­ur grip­ur. Sjó­birt­ing­ur eða urriði? Eða bæði? Ljós­mynd/​Brand­ur Brands­son
Stórar einkrækjur í svona viðhafnarbúningi eru svo magnaðar. Þetta er …
Stór­ar einkrækj­ur í svona viðhafn­ar­bún­ingi eru svo magnaðar. Þetta er Mitchell eft­ir Bjarka Má Jó­hanns­son. Sann­kallað lista­verk. Ljós­mynd/​Bjarki Már Jó­hanns­son
Iða, ofurlítið bústin, eftir Benedikt Halldórsson. Getur gert gæfumuninn.
Iða, of­ur­lítið búst­in, eft­ir Bene­dikt Hall­dórs­son. Get­ur gert gæfumun­inn. Ljós­mynd/​Bene­dikt Hall­dórs­son
Cascade eftir Ásgeir Þór Kristinsson. Öflug samsetning fyrir lax og …
Casca­de eft­ir Ásgeir Þór Krist­ins­son. Öflug sam­setn­ing fyr­ir lax og mætti reyna hana meira á Íslandi. Ein af þeim sterk­ari í Rússlandi. Ljós­mynd/Á​sgeir Þór Krist­ins­son
Caddis Olvers Edvards. Caddisflugur eru eftirlæti stórra urriða. Þær eru …
Cadd­is Ol­vers Ed­vards. Cadd­is­flug­ur eru eft­ir­læti stórra urriða. Þær eru stærstu flug­ur sem klekj­ast út í ís­lensk­um ám og því sterk­ur leik­ur fyr­ir alla urriðaveiðimenn. Ljós­mynd/Á​sgeir Stein­gríms­son
mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert
Loka