„Listasýning sjaldséðra verka“

Klinkhammer sem Örn Hjálmarsson hnýtti. Fallegt handbragð og silungurinn á …
Klinkhammer sem Örn Hjálmarsson hnýtti. Fallegt handbragð og silungurinn á erfitt með að standast þessa. Ljósmynd/Örn Hjálmarsson

Það fer að síga á seinni hlutann í Febrúarflugum, sem er stærsti fluguhnýtingaviðburður á Íslandi. Allir geta tekið þátt og þurfa bara að senda inn mynd af flugu sem þeir hafa hnýtt í tilefni verkefnisins. FOS.is stendur fyrir Febrúarflugum og þar er Kristján Friðriksson allsráðandi. Allir þátttakendur fara í pott og eru dregnir út nokkrir heppnir hnýtarar í lok mánaðar. Um er að ræða happdrætti en ekki keppni, eins og Kristján hefur lagt ríka áherslu á. Sporðaköst birta á sunnudögum myndir af nokkrum af þeim flugum sem hafa borist og vel Kristján myndirnar. Gefum honum orðið.

„Skammturinn að þessu sinni gæti verið í þemanu Listasýning sjaldséðra verka. Flugur og handbragð sem koma að öllu jöfnu ekki oft fyrir almennings sjónir, en njóta sín og fá athygli í Febrúarflugum.

Þessi gripur heitir mikla nafni Articulated monster bugger. Þessi fluga …
Þessi gripur heitir mikla nafni Articulated monster bugger. Þessi fluga fer ekki framhjá neinum fiski þegar henni er kastað. Ljósmyndari/Sigurður Kristjánsson

 

En það má ekki gleyma nýjum meðlimum Febrúarflugna, þeim fjölgar enn og eru orðnir vel yfir 1600. FOS grunar að margir þeirra séu að hnýta, jafnvel að stíga sín fyrstu skref og til að lokka þá undan bakkanum og út í iðuna var ákveðið að egna fyrir þá með sérstökum viðurkenningum fyrir þátttökuna. Ekki stóð á stuðningi við þessa hugmynd og þrír nýir styrktaraðilar brugðust við og standa að baki þeim viðurkenningum; Reiða öndin, Valdemarsson fly fishing og Veiðivinir Fish Partner.“

Urriðabani eftir Stefán Bjarna Hjaltested. Þessi gæti hæglega staðið undir …
Urriðabani eftir Stefán Bjarna Hjaltested. Þessi gæti hæglega staðið undir nafni. Ljósmynd/Stefán B. Hjaltested

 

Kristján tók saman tölfræði yfir þátttökuna í ár:

  • Enn fjölgar þátttakendum, eru orðnir vel yfir 1600 og margir þeirra brugðið á leik, þó sumir virðist halda aðeins í sér.
  • 130 hnýtarar hafa lagt sitt að mörkum það sem af er og ekkert lát á viðbrögðum við innleggjum þeirra; 20.500 komment, broskarlar og þumlar á lofti og engin skortur á uppbyggilegum og góðum ábendingum.
  • Fjöldi flugna eru kominn hátt í 700, ótrúleg gróska og flottar flugur.
Ein af mörgum vel heppnuðum hönnunum Nils Folmers. Þetta er …
Ein af mörgum vel heppnuðum hönnunum Nils Folmers. Þetta er Ketill Máni. Fluga sem hefur oft gert það gott í laxi. Ljósmynd/Nils Folmer Jorgensen
Ingvar Ingvarsson sendi þessa inn. Falleg fluga og maður finnur …
Ingvar Ingvarsson sendi þessa inn. Falleg fluga og maður finnur fyrir vorinu sem hún boðar. Svangir silungar munu skoða þessa. Ljósmynd/Ingvar Ingvarsson
Dominik Drazba með flugu sem er eftirlíking af seiði eða …
Dominik Drazba með flugu sem er eftirlíking af seiði eða smáfiski. Ránfiskar, eins og til dæmis ísaldarurriðinn í Þingvallavatni gætu fallið fyrir þessari. Ljósmynd/Dominik Drazba
Lunch money eftir Brand Brandsson. Flottur gripur. Sjóbirtingur eða urriði? …
Lunch money eftir Brand Brandsson. Flottur gripur. Sjóbirtingur eða urriði? Eða bæði? Ljósmynd/Brandur Brandsson
Stórar einkrækjur í svona viðhafnarbúningi eru svo magnaðar. Þetta er …
Stórar einkrækjur í svona viðhafnarbúningi eru svo magnaðar. Þetta er Mitchell eftir Bjarka Má Jóhannsson. Sannkallað listaverk. Ljósmynd/Bjarki Már Jóhannsson
Iða, ofurlítið bústin, eftir Benedikt Halldórsson. Getur gert gæfumuninn.
Iða, ofurlítið bústin, eftir Benedikt Halldórsson. Getur gert gæfumuninn. Ljósmynd/Benedikt Halldórsson
Cascade eftir Ásgeir Þór Kristinsson. Öflug samsetning fyrir lax og …
Cascade eftir Ásgeir Þór Kristinsson. Öflug samsetning fyrir lax og mætti reyna hana meira á Íslandi. Ein af þeim sterkari í Rússlandi. Ljósmynd/Ásgeir Þór Kristinsson
Caddis Olvers Edvards. Caddisflugur eru eftirlæti stórra urriða. Þær eru …
Caddis Olvers Edvards. Caddisflugur eru eftirlæti stórra urriða. Þær eru stærstu flugur sem klekjast út í íslenskum ám og því sterkur leikur fyrir alla urriðaveiðimenn. Ljósmynd/Ásgeir Steingrímsson
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert