Hafið er metnaðarfullt og sumpart nýstárlegt tveggja áratuga verkefni til að endurreisa laxgengd í þeirri fornfrægu laxveiðiá Dee í Skotlandi. Verkefnið gengur undir nafninu Björgum vorinu eða Save the Spring. Þetta er tilvísun í vorlaxinn sem Bretar kalla Springer og eins og nafnið bendir til kemur að vori upp í árnar. Þetta eru dýrmætustu laxarnir því þeir gera það að verkum að laxveiðitímabilið er jafn langt og raun ber vitni á Bretlandseyjum. Laxveiði hefst í fyrstu ánum í Skotlandi 15. janúar og svo opna þær koll af kolli fram í mars. Beita á nýstárlegum aðferðum sem ekki hafa verið reyndar áður.
Það er verndarsjóðurinn AST, eðaAtlanticSalmonTrust sem stendur fyrir þessu verkefni sem formlega hófst í síðasta mánuði. Miklir fjármunir verða settir í verkefnið og kostnaðaráætlun fyrir fyrstu fimm árin hljóðar upp á 2 milljónir punda eða tæpar 350 milljónir íslenskra króna. Auðvitað er þetta langt frá því sem gerist og gengur í öðru sporti og þannig má nefna sem dæmi að knattspyrnumennirnirTrent Alexander-Arnold (Liverpool),JamesMaddison (Tottenham),MarcusRashford (ManchesterUnited) ogJackGrealis (Manchester City) eru hver og einn metnir á 70 milljónir punda. Svona bara til að setja hlutina í samhengi.
Markmiðið með verkefninu er eins og fyrr segir að stuðla að því að vorlaxinum fjölgi í þessari fornfrægu laxveiðiá sem konungsfjölskyldan heimsótti gjarnan.
Staðan er býsna alvarleg. Í samantekt AST um málið kemur fram að loftslagsbreytingar hafi haft veruleg áhrif á laxastofna og umhverfi þeirra til hins verra á vatnasviði Dee.
Þannig er greint frá því að sex af hverjum tíu mælistöðvum í efri hlutaDee hafi í fyrra mælt hitastig vatns sem ógnar lífsafkomu laxins. Á sama tíma hafa vetrarflóð haft mikil áhrif á botnlag og þar með á hrygningastöðvar. Þá hafa áhrifaþættir á borð við mikla þurrka á vormánuðum og minni snjóforði í fjöllum leitt til þurrka sem hafa skert lífsskilyrði seiða á svæðinu og þar með möguleika þeirra til að ganga til sjávar.
Á efsta svæði Dee, þar sem hliðarár koma saman og Dee verður til óttast menn hreinlega að laxinn hverfi. Girnock Burn er ein af þessum ám sem vel er fylgst með. Uppistaða af laxi sem þangað hefur leitað til hrygningar er vorlax og það er fiskur sem dvalið hefur meira en eitt ár í sjó. Hrygnur sem hafa gengið í ána hafa verið taldar reglulega. Þannig voru þær um 150 talsins á sjöunda áratug síðustu aldar. Síðasta haust fundust einungis tvær hrygnur á svæðinu.
AST fer nýstárlega leið í þessu verkefni. Fyrir utan að huga að árfarveginum sjálfum og búsvæðum laxins er horft til þess að ná niðurgöngulaxi eftir hrygningu og áður en hann gengur til sjávar og að sama skapi seiðum úr ánni, áður en þau halda til sjávar. Bæði niðurgöngulax og seiði munu fara í aðstöðu þar sem sjávarumbreytingin mun eiga sér stað. Þar verða fiskar og seiði alin þar til þeir eru tilbúnir að mæta aftur í ferskvatnið til hrygningar og verður þá sleppt á efstu svæðin íDee í þeirri von að þeir hrygni. Forvitnilegt verður að sjá hvort þessi aðgerð heppnast en Sporðaköst hafa ekki upplýsingar um að þessi aðferð hafi verið reynd áður með niðurgöngulax, að ala hann þar til hann er tilbúinn að hrygna að nýju.
Verkefnið er unnið í samstarfi viðStirling háskóla og þær nefndir og ráð sem véla um ánaDee. Með samstarfi viðStirling háskóla er tryggð aðstaða til að ala fisk og seiði þann tíma sem þarf. Með þessu hverfa margvíslegir áhættuþættir varðandi lífsferil laxins. Fyrir seiðin að ganga til sjávar, dvelja þar í tvö eða fleiri ár og ganga svo á nýjan leik í ána. Þess í stað verður laxinum sleppt á sínar heimastöðvar og vonast til þess að hann hrygni aftur, ef um niðurgöngu fisk var að ræða eða í fyrsta skipti ef hann var alinn frá því að vera seiði. Þetta er afar forvitnileg tilraun og gæti markað tímamót gangi hún eins og væntingar standa til um.
Verkefnið er hugsað sem bæði björgunaraðgerð á viðsjárverðum tímum fyrir laxinn en ekki síður að byggja upp stofn á nýjan leik sem gæti orðið sjálfbær til framtíðar. Hér er um að ræða einstakt verkefni þar sem saman fara aðgerðir til að bæta umhverfis laxins og að hjálpa stofninum sjálfum. Hluti af því að bæta umhverfisskilyrði eru aðgerðir sem eiga að draga úr hlýnun vatnsins yfir sumarmánuðina. Það er þekkt að ef vatnshiti fer yfir 23 gráður þá ógnar það afkomu laxins og annarra ferskvatnsfiska.
AST vinnur þessa dagana að fjármögnun verkefnisins sem eins og áður segir er til tuttugu ára. Kostnaðaráætlun fyrir fyrstu fimm árin hljóðar upp á tvær milljónir punda og hefur þegar safnast fjórðungur af þeirri upphæð.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |