Kosið um þrjú stjórnarsæti hjá SVFR

Stjórn, formaður og framkvæmastjóri félagsins. Frá vinstri. Hrannar Pétursson, Helga …
Stjórn, formaður og framkvæmastjóri félagsins. Frá vinstri. Hrannar Pétursson, Helga Jónsdóttir, Ragnheiður Thorsteinsson, formaður, Dögg Hjaltalín, Ingimundur Bergsson, framkvæmdastjóri, Brynja Gunnarsdóttir, Halldór Jörgensson og Trausti Hafliðason. Ljósmynd/SVFR

Rafræn kosning stendur nú yfir um þrjú stjórnarsæti í stjórn Stangaveiðifélags Reykjavíkur, SVFR. Kosningu lýkur á morgun þegar aðalfundur félagsins verður haldinn. Sex skipa stjórn félagsins og er kosið að þessu sinni um þrjú sæti en kosið er til tveggja ára í senn. Dögg Hjaltalín, Brynja Gunnarsdóttir og Helga Jónsdóttir voru kosnar í fyrra til tveggja ára og sitja áfram. Hrannar Pétursson, Trausti Hafliðason og Halldór Jörgensson hafa lokið sínu kjörtímabili. Kosið er því um sætin þeirra þrjú. Þeir bjóða sig allir fram aftur og einnig hefur Unnur Líndal Karlsdóttir boðið sig fram. Þau fjögur takast því á um stjórnarsætin þrjú.

Óvíða ríkir meira jafnrétti en hjá SVFR þegar kemur að kynjahlutföllum. Helmingur stjórnarmanna eru konur og sömuleiðis formaður félagsins. Ragnheiður Thorsteinsson er fyrsta konan til að gegna því embætti og er sjálfkjörin til áframhaldandi starfa.

Félagsmenn geta breytt atkvæði sínu með því að kjósa aftur og segir á heimasíðu SVFR að nýjasta atkvæði gildi. Ríflega 2,500 manns eru á kjörskrá.

Kosningu lýkur á aðalfundinum sjálfum á morgun um klukkan 19, þegar kaffihlé verður gert.

Sporðaköst hafa greint frá góðri afkomu félagsins og er það mat aðstandenda félagsins að SVFR hafi nú náð fyrri styrk eftir erfið ár fyrr á öldinni. Hagnaður félagsins á síðasta ári nam 40,6 milljónum króna en heildartekjur voru 644,5 milljónir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert