Stóra-Laxá kveður Veiðifélag Árnesinga

Skúli Kristinsson með fallegan stórlax úr Stóru - Laxá í …
Skúli Kristinsson með fallegan stórlax úr Stóru - Laxá í Hreppum. Nú vilja bændur við Stóru stofna eigið félag um ána og tilkynnt úrsögn úr Veiðifélagi Árnesinga. Ljósmynd/HE

Stjórn Stóru–Laxárdeildar Veiðifélags Árnesinga hefur lýst því yfir að deildin ætli að kljúfa sig út úr Veiðifélagi Árnesinga – VÁ, og stofna sérstakt veiðifélag um Stóru–Laxá. Stjórn Veiðifélags Stóru–Laxár hefur tilkynnt þetta formlega til VÁ.

Í tölvupósti sem Esther Guðjónsdóttir, formaður Veiðifélags Stóru–Laxár sendi til félagsmanna sinna segir: „Stjórn félagsins hefur sent Veiðifélagi Árnesinga tilkynningu um úrsögn úr því félagi og þau skilaboð að við hyggjumst starfa hér eftir sem sjálfstætt félag og mun fara í gegnum viðeigandi ferli á okkar aðalfundi og hjá Fiskistofu.
Ákvað stjórnin að senda þetta svona fyrir aðalfund VÁ af tillitsemi vegna fundarefna þeirra og fjárhagaáætlunar.
Stjórn Veiðifélags Stóru-Laxár mætir því ekki á aðalfund Veiðifélags Árnesinga í dag.“

Guðni M. Eiríksson, sviðstjóri lax og silungsveiðisviðs Fiskistofu er í fríi en hann kannaðist ekki við að formlegt erindi væri komið inn á þeirra borð varðandi úrsögnina.

Nauðsynlegt er að fá leyfi frá Fiskistofu ætli Stóru–Laxárdeild VÁ að kljúfa sig frá félaginu og stofna eigið félag. Lög varðandi veiðifélög gerir ráð fyrir að eitt félag séu um það vatnasvæði sem fiskistofn gengur um.

Þetta er þó alls ekki einhlítt og má horfa til Borgarfjarðar í því sambandi. Grímsá, Norðurá og Þverá/Kjarrá falla allar í Hvítá í Borgarfirði en um hverja á er sérstakt veiðifélag. Þarna virðist sem ósamræmi sé milli landshluta, verði Stóru–Laxá ekki heimilað að stofna eigið félag.

Finnur B. Harðarson leiðir hópinn sem er með Stóru - …
Finnur B. Harðarson leiðir hópinn sem er með Stóru - Laxá á leigu. Hann er jafnframt landeigandi að ánni. Nú mun draga til tíðinda. Ljósmynd/FBH

Viðbúið er að tekist verði harkalega á um þetta og óvíst að Veiðifélag Árnesinga samþykki þegjandi og hljóðalaust að Stóra–Laxá hverfi úr félaginu.

Áður hafa verið nokkrar erjur milli Stóru–Laxárdeildarinnar og móðurfélagsins og kærði VÁ meðal annars nýtingaráætlanir sem Stóra–Laxá og Tungufljót (sem er líka deild í VÁ) fengu samþykktar af þáverandi Veiðimálastofnun.

Ekki náðist í Jörund Gauksson formann Veiðifélags Árnesinga fyrir birtingu fréttarinnar.

Eins og gjarnan er sagt á Facebook þegar átök eða hörð skoðanaskipti liggja í loftinu. „Nú er ástæða til að halla sér aftur og poppa.“

Uppfært

Esther Guðjónsdóttir hafði samband og benti á að nafninu á félaginu var breytt fyrir áramót og heitir nú Veiðifélag Stóru–Laxár. Þar er Esther formaður. Félagið er skráð í fyrirtækjaskrá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert