„Stefnir í þrusu gott partý“

Sigurður Héðinn, eða Haugurinn er skipuleggjandi sýningarinnar Flugur og veiði …
Sigurður Héðinn, eða Haugurinn er skipuleggjandi sýningarinnar Flugur og veiði sem fram fer undir stúkunni á Laugardalsvelli 27. og 28. apríl. Ljósmynd/Nils Folmer Jörgensen

Und­ir­bún­ing­ur að sýn­ing­unni Flug­ur og veiði sem fram fer 27. – 28. apríl, geng­ur mjög vel. „Það stefn­ir í þrusu gott partý og nán­ast öll sýn­ingarpláss­in er uppseld. Þetta hef­ur líka stækkað úr því að vera svona huggu­leg sýn­ing í upp­hafi veiðitíma, í að vera nán­ast alþjóðleg­ur viðburður,“ upp­lýs­ir Sig­urður Héðinn sem er maður­inn á bak við sýn­ing­una.

Flink­ustu flugu­hnýt­ar­ar lands­ins verða á sýn­ing­unni og gefst sýn­ing­ar­gest­um tæki­færi á að fylgj­ast með hvernig þeir bera sig að við að skapa flug­urn­ar sem eiga að gefa í sum­ar. Veiðileyf­a­sal­ar, ásamt þeim veiðibúðum sem eru á markaðnum verða á staðnum. Þá seg­ir Sig­urður að er­lend­ir fram­leiðend­ur muni einnig mæta. „Við verðum með bar og kaffi­hús og svo verður Silli kokk­ur með vagn­inn sinn fyr­ir utan. Ham­borg­ar­arn­ir hans eru eitt­hvað annað og þeir sem ekki hafa smakkað verða bara að nota tæki­færið,“ seg­ir Sig­urður Héðinn og kyng­ir. Greini­legt að Silli hef­ur kallað fram vatn í munn­inn á karl­in­um.

Sigurður Héðinn, með stórlax úr Hnausastreng haustið 2021. Þessi mældist …
Sig­urður Héðinn, með stór­lax úr Hnaus­a­streng haustið 2021. Þessi mæld­ist 102 sentí­metr­ar og var sá stærsti sem veidd­ist í Vatns­dal það sum­arið. Ljós­mynd/​HH

Sýn­ing­arstaður­inn er svæðið und­ir stúk­unni á Laug­ar­dals­velli, þannig að ekki mun vanta bíla­stæði.

Fyrst þegar þú nefnd­ir þessa hug­mynd, fyr­ir jól varstu býsna tví­stíg­andi, ekki satt?

„Jú. Það er vægt til orða tekið. Ég var stressaður með hvernig þetta gengi en nú erum við á fljúg­andi ferð og það er brjálað að gera í und­ir­bún­ingi. Ég held að bæði er nokkuð langt síðan að svona sýn­ing var hald­in hér heima og svo er fólk að missa sig úr spenn­ingi fyr­ir veiðitíma­bilið. Dimmu mánuðirn­ir eru að baki og það er að birta til og veiðitím­inn er hand­an við hornið. Þannig að þetta er allt að spila vel sam­an.“

Merki sýningarinnar. Flugur og veiði. Virðulegt að nafnið sé líka …
Merki sýn­ing­ar­inn­ar. Flug­ur og veiði. Virðulegt að nafnið sé líka á ensku. The Icelandic Fly Fis­hing Show. Ljós­mynd/​Haug­ur

Haug­ur­inn, eins Sig­urður Héðinn er jafn­an kallaður mun sjálf­ur frum­sýna nýja hönn­un í sam­starfi við Bald­ur Her­manns­son höf­und Frigga. Nýja hönn­un­in mun heita Friggi Haug­ur og er sam­einuð út­gáfa af þess­um tveim­ur flug­um. „Hún er hnýtt með aðferðafræði Frigg­ans og lita­vali Haugs­ins. Hún verður frum­sýnd í nokkr­um út­færsl­um og verður gam­an að heyra viðbrögð manna á sýn­ing­unni.“

Heimasíða fyr­ir Flug­ur og veiði er kom­in upp og 98% til­bú­inn seg­ir hann. Slóðin er www.flugurog­veidi.is. Þar er hægt skoða hverj­ir sýna og hver dag­skrá­in verður og sitt­hvað fleira.

Veiðifólk ætti að taka frá þessa daga og skella sér í „þrusupartý,“ eins og Haug­ur­inn seg­ir stefna í. 

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert
Loka