Veiðigyðjan mokar út verðlaunum

Maros með þennan líka fiskinn. 90 sentímetra urriði úr Ytri-Rangá. …
Maros með þennan líka fiskinn. 90 sentímetra urriði úr Ytri-Rangá. Þetta er staðbundinn fiskur og gengur ekki til sjávar. Maros hefur ekki áður veitt svo stóran urriða í á, enda eru þeir vandfundnir. Ljósmynd/Maros Zatko

Ef það er eitthvað sem veiðigyðjan hefur velþóknun á þá er það dugnaður. Veiðimenn sem lagt hafa á sig vetrarslark á þessum meintu vordögum hafa líka margir hverjir uppskorið ríkuleg verðlaun. Við heyrðum í einum sem hefur verið að veiða alla daga mánaðarins. Þetta er hann Maros Zatko. Hann hefur bæði verið að leiðseigja veiðimönnum og þess á milli að veiða sjálfur. 

Það er óhætt að segja að hann hafi uppskorið ríkulega þegar hann var að veiða í Ytri–Rangá. „Ég var í Djúpós og var með stöng fyrir línu sex og setti í góðan fisk langt úti. Ég fann strax að hann var stór um leið og ég setti í hann. Hann rauk niður eftir og ég gat ekki stöðvað hann með sexunni minni. Ég þurfti að hlaupa á eftir honum og hann fór með mig rúmlega fjögur hundruð metra áður en ég náði stjórninni.

Hausinn á þessum rándýrum er gríðar stór. Urriðar í þessum …
Hausinn á þessum rándýrum er gríðar stór. Urriðar í þessum stærðarflokki veiðast á vorin og snemma sumars í Ytri, en svo er eins og þeir hverfi. Kannski þegar laxaseiðin eru farin til sjávar? Ljósmynd/Maros Zatko

Hendurnar á mér skulfu þegar ég handlék þennan fisk og það er langt síðan að ég hef upplifað það og verið svona spenntur og ánægður að landa silungi. En þetta var svo svakalega stór og flottur fiskur,“ upplýsti Maros í samtali við Sporðaköst.

Guðs lifandi feginn þýtur þessi sjóbirtingur á ný út Ytri-Rangá.
Guðs lifandi feginn þýtur þessi sjóbirtingur á ný út Ytri-Rangá. Ljósmynd/Maros Zatko

Maros er enginn nýgræðingur þegar kemur að stórum fiskum, hvort sem það eru sjóbirtingar, urriðar eða laxar. Hann er einn af þeim sem er með innbyggðan stórfiskasegul. Auðvitað er að hann að leita að þessum fiskum eins og svo margir en hann er að finna þá og setja í þá og landa þeim. Fyrir ári rættist langþráður draumur hjá honum. Hann landaði 102 sentímetra birtingi í Geirlandsá. Var búinn að fá þá margra rétt sunnan við 100 sentímetrana. 97, 98 og 99 sentímetra en aldrei fyrr rofið stóra múrinn í sjóbirtingi fyrr en í fyrra. Þar með komst Maros í fámennan klúbb veiðimanna sem veitt hafa bæði lax og sjóbirting sem mælast hundrað sentímetrar eða meira. Sporðaköst þekkja ekki hversu margir þeirra hafa komist svo hátt á urriðaskalanum að landa 90 sentímetra fiski og það úr á en ekki af Þingvöllum. Hér eru leiðréttingar og ábendingar vel þegnar.

Það var heldur betur fjör í Vatnamótunum. Á þrjár stangir …
Það var heldur betur fjör í Vatnamótunum. Á þrjár stangir lönduðu þessir herramenn 65 birtingum á þremur dögum. Ljósmynd/Maros Zatko

Hann og félagar hans fengu frábæra veiði þegar kemur að staðbundna urriðanum. 75, 80, 85 og 86 sentímetra fiska. Auðvitað fengu þeir líka nokkra sjóbirtinga en þessir sem staðfest mæling er á voru allt urriðar. 86 sentímetra fiskurinn var hrygna og ummálið á henni var 49 sentímetrar. Maros telur að það sé fiskur sem nái tuttugu pundum. „Það vita allir að svona stórir og jafnvel stærri urriðar hafa verið að veiðast í Þingvallavatni en ég veit ekki um margar ár þar sem urriðinn verður svona stór. Ástæðan er örugglega blanda af erfðum og því æti sem hann hefur aðgang að. En þessir fiskar voru greinilega staðbundnir urriðar og við skoðuðum þá vel og sannreyndum það.“

Maros er búinn að fara á Ásgarðssvæðið við Skaftá, í Vatnamótin og síðast en ekki síst í Ytri–Rangá. Opnunardagana fór hann í Skaftá og er það svæðið rétt fyrir neðan þar sem Tungulækurinn fellur í ána. Hann fékk þar fimm ágæta sjóbirtinga og var sáttur miðað við aðstæður. Stærsti fiskurinn var 88 sentímetrar og var það fyrsti fiskurinn hans í ár. Frost og hífandi rok var þessa daga en Maros telur þetta allt vera á réttri leið.

Þessi er líka úr Ytri-Rangá. Sjóbirtingur sem mældist 84 sentímetrar …
Þessi er líka úr Ytri-Rangá. Sjóbirtingur sem mældist 84 sentímetrar og veiddist á Hólmabreiðu. Hrafn sagði töluvert af fiski hafa verið á svæðinu. Ljósmynd/Hrafn H. Hauksson

Því næst lá leið hans í Vatnamótin og þar var hann með norska veiðimenn sem hann var að aðstoða. Skemmst er frá því að segja að veiðin var hörkugóð. Á þrjár stangir lönduðu þeir 65 sjóbirtingum og voru við veiðar í þrjá daga, eins og veður leyfði.

Hann er nú að veiða í Ytri–Rangá og svo eru það Vatnamótin aftur og Ásgarður og þá eru Kárastaðir við Þingvallavatn líka á dagskránni.

Vertu hreinskilinn Maros. Ertu að njóta þessara daga?

Hann hlær. „Já. Ég elska að veiða og það er alveg sama hvort eitthvað veiðist eða ekki. Ég elska bara að vera við þetta, hvort sem ég er í leiðsögn eða að veiða sjálfur.“

Maros hefur áhyggjur af vatnsbúskapnum. Það er nánast enginn snjór fyrir austan, á sjóbirtingssvæðinu í Skaftafellssýslum. Árnar hafa verið vatnslitlar en aðeins rigndi í vikunni og þá hækkaði örlítið í þeim og veiðin tók smá kipp. En sérstaklega hefur Maros áhyggjur af Grenlæk og ekki eru mörg ár síðan að lækurinn nánast þornaði upp.

Sporðaköst hafa heyrt af veiðimönnum í Soginu, á Torfastöðum og víðar sem hafa lent í ágætri veiði. Þannig hefur vorveiðin í Brunná fyrir norðan verið kafla skipt en ágæt þegar viðrað hefur.

Veiðigyðjan hefur bókstaflega mokað út verðlaunum til þeirra veiðimanna sem staðið hafa vaktina og verið duglegir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert