„Fullt af fólki að moka upp risaþorskum“

Áki Guðmundsson með einn boltann. Þeir fegðar lentu í hörkuveiði …
Áki Guðmundsson með einn boltann. Þeir fegðar lentu í hörkuveiði rétt fyrir utan Norðurbakkann í Hafnarfirði. Ljósmynd/GAÁ

Hörku þorskveiði hefur verið undanfarna daga við Hafnarfjörð. Fjölmargir veiðimenn hafa dregið flotta fiska úr landi frá Norðurbakkanum. Þá hafa kajakræðarar og smábátamenn verið í uppgripum. Einn þeirra sem gert hefur góða veiði er Guðmundur Atli Ásgeirsson. Hann er í siglingaklúbbi í Hafnarfirði og er þar með kajak. Hann segist rölta sér þangað niður eftir og ekki þurfi að sigla langt til að komast í góða veiði.

Fyrstu tveir komnir í kajakinn. Þeir feðgar voru fljótir að …
Fyrstu tveir komnir í kajakinn. Þeir feðgar voru fljótir að fylla bátana. Guðmundur Atli segir þetta orðið árlegan viðburð að þorskur hlaupi þarna inn. Ljósmynd/GAÁ

„Síðustu daga er fullt af fólki búið að vera að moka upp risaþorskum,“ sagði Guðmundur Atli í samtali við Sporðaköst. Margir eru að veiða úr landi og hafa fengið góðan afla. Í vikunni sigldi Guðmundur Atli út með syni sínum og voru þeir fljótt í mokveiði. Hann segir að þeir hafi á stuttum tíma gert mjög flotta veiði. „Þegar ég var að koma til baka sá ég einn sem stóð á hafnargarðinum og hann var búinn að bretta upp á buxurnar, það svo mikið flóð og hann var kominn með einhverja tíu þorska og allt svona gollar.“

Áki með enn einn flotta þorskinn. Svo sannarlega búbót að …
Áki með enn einn flotta þorskinn. Svo sannarlega búbót að ná sér í úrvals fisk í soðið. Ljósmynd/GAÁ

Guðmundur Atli segir að þetta hafi gerst á þessum árstíma síðustu ár að allt fyllist af þorski rétt utan við Norðurbakkann. „Þetta hefur verið tímabil sem stendur í svona mánuð. Maður sér að margir eru að veiða við hafnargarðinn eða í klettunum þar í kring. Það er bara um að gera að drífa og ná sér í þorsk í matinn. Þetta er svoddan gæða hráefni og góður matur.“

Guðmundur Atli er þaulvanur veiðimaður og hefur árum saman verið í leiðsögn með veiðimenn en hann segist hafa ótrúlega gaman af þessum veiðiskap. Hann var bæði með slóða og var að kasta spún, sem hann sagði að hefði ekki verið að virka verr. „Þetta voru þvílíkir fiskar. Meðalstærðin var sennilega í kringum sex kíló og svo er þetta svo góður matur. Mér finnst lax og silungur ekkert sérstakur en mér finnst þorskurinn mjög góður og mest held ég upp á þorskhnakkana.“

Ekki flókið en afskaplega bragðgott. Guðmundur Atli er ekki hrifinn …
Ekki flókið en afskaplega bragðgott. Guðmundur Atli er ekki hrifinn af laxi eða silungi. En þorskur..... Ljósmynd/GAÁ

Fyrir þá sem hafa áhuga á að prófa er best að horfa til þess að vera aðeins fyrir háflóð og veiða inn í flóðið. Eins og Guðmundur Atli sagði þá hefur spúnninn verið að gefa vel.

Hann borðaði þorsk í gær, eins og gefur að skilja og við báðum upp uppskrift hvernig hann eldar hann. Það var auðsótt.

Þá er bara að rífa þetta í sig og það …
Þá er bara að rífa þetta í sig og það gerði hann. Þið sem prófið, verði ykkur að góðu. Ljósmynd/GAÁ

Eitt kíló af þorski, ný veiddur í Hafnarfirði.

Tveir bollar hveiti. Blanda í það túrmerik, karrí, kúmen og paprikukryddi.

Bræða smjör og kreista í það tvær sítrónur og svolítið af olivuolíu. Sett saman í skál.

Þorskur settur í smjörblönduna og því næst velt upp úr hveiti og kryddblöndu.

Því næst létt steiktur á pönnu. (Ekki verra að gera það upp úr hvítvíni).

Settur í eldfast mót ásamt forsoðnum kartöflum og kirsuberjatómötum og niðurskorinni papriku. Saxaður hvítlaukur settur ofan á. Krydda með salti og pipar. Feta ostur ofan á allt saman og fiskurinn í ofn í 15 mínútur á góðum hita. 

Þegar tilbúinn sáldra steinselju ofan á, eftir smekk.

Þetta er uppskrift til að prófa sig áfram með og ekki niðurnjörvuð þegar kemur að hráefnum á borð við krydd eða grænmeti.

Guðmundur Atli sendi okkur mynd rétt áður en hann settist að snæðingi. Við báðum um mynd sem sýndi diskinn betur. Nokkrum mínútum síðar kom svarið. „Of seint.“ Hann var búinn að sporðrenna þorskinum. Það eru bestu meðmælin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert