Horfðust í augu – „Er komið að því?“

Straumflugan Svört Hólmfríður er ekki mjög þekkt meðal laxveiðimanna. Það er frekar að hún sé í boxum silungsveiðimanna. En þeir Svend Richter og Kolbeinn Grímsson áttu stað og stund fyrir þessa straumflugu.

Ef skyndilega hellirigndi þá litu þeir gjarnan hvor á annan og spurt var í báðar áttir. „Er komið að því?“ Þá var það segin saga að sú svarta fór undir og oftar en ekki gaf hún.

Svend Richter var gestur Dagmála á dögunum og þar sem sól hækkar nú hratt á lofti og vorið er farið að hnykla vöðvana var ekki hægt annað en að taka smá spjall um veiði. Svend bíður eftir nýju hné og það takmarkar um þessar stundir þær veiðilendur sem hann sækir.

Í spjallinu er farið vítt og breitt og velt upp spurningum á borð við stöðuna í veiðinni og af hverju svo margir tannlæknar hafi stundað veiðiskap.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert