Einstakt tækifæri býðst nú fyrir veiðikonur. Dagana 7. - 10. maí verður boðið upp á fjögur námskeið eingöngu fyrir konur sem hafa áhuga á að læra meira um silungsveiði. Katka Svagrova, margfaldur í heimsmeistari í silungsveiði kemur til landsins og leiðir námskeiðið ásamt Sibba, Sigurberg Guðbrandssyni. Þau tvö eru hagvön í Kjósinni og eru bæði búin að vera þar í leiðsögn árum saman. Um er að ræða fjögur aðskilin námskeið þar sem hvert námskeið stendur í einn dag.
Námskeiðið er á vegum Patagonia og samstarfsaðila og kallast Patagonia Ladies Trout Fly Fishing School. Eins og nafnið bendir til er námskeiðið eingöngu ætlað konum og fjöldi þátttakenda er takmarkaður við átta á hverjum degi.
Farið verður yfir flest það er viðkemur silungsveiði. Kannski mikilvægasta atriðið er að þátttakendur mæta með sínar eigin veiðigræjur og farið verður yfir þær og bent á hvað má betur fara. Það er frábært tækifæri að læra á sitt dót.
Námskeiðið hefst klukkan 9 að morgni og stendur fram til klukkan 15. Staðurinn er ekki af verri endanum, eða sjálf Bugða sem fellur í Meðalfellsvatni og sameinast Laxá í Kjós. Veiðivon er góð í Bugðu á þessum tíma og teljast verður afar líklegt að allir setji í og landi fiski, þegar búið verður að stilla allt af.
Kennd verður ólík tækni við silungsveiðar. Allt frá straumfluguveiði yfir í þurrflugu og púpur. Þá verður farið yfir lífríkið og hvernig best er að lesa vatn þegar veiða á silung.
Frekari upplýsingar má fá á heimasíðu Laxá í Kjós, eða laxaikjos.is. Fyrir óþolinmóðar er hægt að skrá sig strax með því að senda póst á halli@laxaikjos.is.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |