Veiði í Tungulæk í apríl hefur slegið öll met í samanburði við síðustu ár. Ríflega 700 sjóbirtingar eru komnir í veiðibókina í apríl. Þá er allt haustið eftir, en samt er veiðin á pari við það sem gerðist allt árið í fyrra þegar 779 birtingar voru skráðir.
Veitt er á þrjár stangir í læknum sem er frekar stuttur en geymir oft ótrúlegt magn af sjóbirtingi. Ef við leikum okkur að því að reikna út veiðina á dagsstöng í apríl þá er hún hreint út sagt ótrúleg. 7,8 fiskar á hverja stöng. Auðvitað duttu út dagar vegna veðurs og sjálfsagt hafa mis kappsfullir veiðimenn verið í læknum. En meðaltalið er þannig að vandséð er að hægt sé að komast í betri veiði, þegar horft er á dagstöngina.
Meðal dagsveiði í læknum í apríl hefur verið 23,5 fiskar. Það segir okkur að mikið
Veiði er oft góð í Tungulæk á haustin og verður forvitnilegt að sjá hver lokatalan verður þetta árið. Hér að neðan má sjá lokatölur síðustu ára og ljóst að heildarveiðin fer langt yfir það sem sést hefur síðustu ár.
Gamall jaxl sem veiddi Tungulækinn í upphafi aldarinnar sagði að nú væri lækurinn farinn að líkjast sjálfum sér aftur. Þetta sagði Haraldur Eiríksson og rifjar upp að vorið 2000 var hann ásamt Jóni Inga Ágústssyni í leiðsögn í læknum. „Þeir voru þarna fjórir veiðimenn í fjóra daga og lönduðu samtals 520 fiskum. Allt flinkir veiðimenn og þetta varð að eins konar keppni milli þeirra,“ upplýsir hann. Halli bendir á að á þessum tíma hafi menn oft komið í Tungulæk vel hvíldan og enginn veiðimaður hafi kannski sést á bakka þar í viku eða tvær.
Annað sem vekur ekki síður athygli þegar veiðin í vor er skoðuð og borin saman við nokkur ár á undan, að þessir allra stærstu sjást ekki núna. Síðustu ár hafa verið að veiðast hundrað sentímetra fiskar og þó nokkrir yfir níutíu sentímetrar. Stærsti fiskurinn til þessa í vor er 88 sentímetrar og ekki nema tíu fiskar hafa veiðst sem ná áttatíu sentímetrum. Það er engu líkara en kynslóð þeirra stærstu sé liðin undir lok. Góðu fréttirnar er hins vegar þær að allur þessi fiskur er að stækka og vonandi sjást aftur þessir 90 plús, eftir nokkur ár.
Hér að neðan má sjá veiðina síðustu ár í Tungulæk. Eins og gefur að skilja er 2024 aðeins tölur yfir apríl veiðina. Hin árin er um að ræða bæði vor og haust veiði.
Ár Heildarveiði
2024 705 - miðað við 30. apríl
2023 779
2022 664
2021 701
2020 632
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |