Tungulækur gaf 23 fiska á dag í apríl

Theodór Erlingsson og félagar gerðu sannkallaða mokveiði í Tungulæknum. Þessi …
Theodór Erlingsson og félagar gerðu sannkallaða mokveiði í Tungulæknum. Þessi mynd er frá 10. apríl. Þeir voru komnir með 129 birtinga eftir tvo daga. Veiðin í ár er mun meiri en undanfarin ár. Ljósmynd/Teddi

Veiði í Tungu­læk í apríl hef­ur slegið öll met í sam­an­b­urði við síðustu ár. Ríf­lega 700 sjó­birt­ing­ar eru komn­ir í veiðibók­ina í apríl. Þá er allt haustið eft­ir, en samt er veiðin á pari við það sem gerðist allt árið í fyrra þegar 779 birt­ing­ar voru skráðir. 

Veitt er á þrjár stang­ir í lækn­um sem er frek­ar stutt­ur en geym­ir oft ótrú­legt magn af sjó­birt­ingi. Ef við leik­um okk­ur að því að reikna út veiðina á dags­stöng í apríl þá er hún hreint út sagt ótrú­leg. 7,8 fisk­ar á hverja stöng. Auðvitað duttu út dag­ar vegna veðurs og sjálfsagt hafa mis kapps­full­ir veiðimenn verið í lækn­um. En meðaltalið er þannig að vand­séð er að hægt sé að kom­ast í betri veiði, þegar horft er á dag­stöng­ina.

Höskuldur B. Erlingsson með einn af 54 birtingum sem Tungulækur …
Hösk­uld­ur B. Erl­ings­son með einn af 54 birt­ing­um sem Tungu­læk­ur gaf í tveggja daga veiði, nú í apríl. Megnið af afl­an­um var flott­ur geld­fisk­ur. Læk­ur­inn hef­ur gefið 23,5 birt­inga að meðaltali á dag frá því að veiði hófst. Ljós­mynd/​Aðsend

Meðal dagsveiði í lækn­um í apríl hef­ur verið 23,5 fisk­ar. Það seg­ir okk­ur að mikið

Veiði er oft góð í Tungu­læk á haust­in og verður for­vitni­legt að sjá hver loka­tal­an verður þetta árið. Hér að neðan má sjá loka­töl­ur síðustu ára og ljóst að heild­ar­veiðin fer langt yfir það sem sést hef­ur síðustu ár.

Vorið 2000. Fjórir menn lönduðu 520 birtingum á fjórum dögum. …
Vorið 2000. Fjór­ir menn lönduðu 520 birt­ing­um á fjór­um dög­um. Þar voru á ferð heimsþekkt­ir menn úr veiðibrans­an­um, eins og Dav­id Bis­hop og Just­in Sta­al. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Gam­all jaxl sem veiddi Tungu­læk­inn í upp­hafi ald­ar­inn­ar sagði að nú væri læk­ur­inn far­inn að líkj­ast sjálf­um sér aft­ur. Þetta sagði Har­ald­ur Ei­ríks­son og rifjar upp að vorið 2000 var hann ásamt Jóni Inga Ágústs­syni í leiðsögn í lækn­um. „Þeir voru þarna fjór­ir veiðimenn í fjóra daga og lönduðu sam­tals 520 fisk­um. Allt flink­ir veiðimenn og þetta varð að eins kon­ar keppni milli þeirra,“ upp­lýs­ir hann. Halli bend­ir á að á þess­um tíma hafi menn oft komið í Tungu­læk vel hvíld­an og eng­inn veiðimaður hafi kannski sést á bakka þar í viku eða tvær.

Tveir ungir leiðsögumenn voru hópnum til halds og trausts. Hér …
Tveir ung­ir leiðsögu­menn voru hópn­um til halds og trausts. Hér eru þeir Jón Ingi Ágústs­son og Har­ald­ur Ei­ríks­son með einn af þess­um 520 fisk­um sem landað var. Öllu var sleppt. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni

Annað sem vek­ur ekki síður at­hygli þegar veiðin í vor er skoðuð og bor­in sam­an við nokk­ur ár á und­an, að þess­ir allra stærstu sjást ekki núna. Síðustu ár hafa verið að veiðast hundrað sentí­metra fisk­ar og þó nokkr­ir yfir níu­tíu sentí­metr­ar. Stærsti fisk­ur­inn til þessa í vor er 88 sentí­metr­ar og ekki nema tíu fisk­ar hafa veiðst sem ná átta­tíu sentí­metr­um. Það er engu lík­ara en kyn­slóð þeirra stærstu sé liðin und­ir lok. Góðu frétt­irn­ar er hins veg­ar þær að all­ur þessi fisk­ur er að stækka og von­andi sjást aft­ur þess­ir 90 plús, eft­ir nokk­ur ár.

Hér að neðan má sjá veiðina síðustu ár í Tungu­læk. Eins og gef­ur að skilja er 2024 aðeins töl­ur yfir apríl veiðina. Hin árin er um að ræða bæði vor og haust veiði.  

Ár             Heild­ar­veiði

2024              705 - miðað við 30. apríl

2023              779

2022              664

2021              701

2020              632

mbl.is

Sein­ustu hundraðkall­ar sum­ars­ins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dag­setn­ing Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarna­son 19. sept­em­ber 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stef­áns­son 4. sept­em­ber 4.9.
101 cm Laxá í Döl­um Hafþór Jóns­son 27. ág­úst 27.8.
102 cm Hauka­dalsá Ármann Andri Ein­ars­son 23. ág­úst 23.8.
103 cm Laxá í Aðal­dal Birg­ir Ell­ert Birg­is­son 12. ág­úst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðal­dal Máni Freyr Helga­son 11. ág­úst 11.8.
101 cm Laxá í Aðal­dal Agn­ar Jón Ágústs­son 10. ág­úst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert

Veiði »

Fleira áhugavert