Ömurleg staða í Grenlæk – myndband

Sjóbirtingshræ liggja eins og hráviði þar sem Grenlækur rann fyrr í vetur. Á löngum kafla er þessi ein besta sjóbirtingsá landsins horfin. Veiðileiðsögumaðurinn Maros Zatko fór að beiðni Sporðakasta og myndaði farveginn á efri hluta lækjarins. „Það er ömurlegt að horfa á upp á þetta. Það er ekkert líf eftir til að bjarga ofarlega í læknum. Í einum hyl taldi ég 45 dauða fiska. og á þessu tveggja kílómetra svæði sem ég skoðaði sá ég um hundrað dauða fiska,“ sagði Maros í samtali við Sporðaköst eftir að hafa farið á svæðið í gærkvöldi og myndað stöðuna.

Neðar í læknum eru enn fiskar á lífi í litlum pollum en örlög þeirra eru ráðin nema farið verði í björgunaraðgerðir. Maros flutti sjálfur nokkra fiska úr þessum pollum neðar í lækinn þar sem lindarvatnið er farið að renna. 

Síðast þornaði Grenlækur vorið 2021 og þar áður vorið 2016. Það sem gerir stöðuna alvarlegri nú er að lækurinn þornar svo snemma. Þá er enn mikið af sjóbirtingi í læknum sem ekki hefur snúið til sjávar, eftir hrygningu. Vorið 2021 þornaði lækurinn upp á ellefu kílómetra kafla. Ekki er ljóst hversu stórt svæðið er nú en líklegt er að það sé svipað. Maros var í björgunaraðgerðum í gær og tók einnig þátt í að bjarga fiski vorið 2021. „Núna gerist þetta svo snemma að það er mjög mikið af fiski á efri svæðunum og hann er allur dauður ásamt seiðum og yngri fiski. Vatnsstaðan er líka lægri en var 2021. Þetta er ótrúlega leiðinlegt að horfa upp á.“

Myndbandið sem fylgir fréttinni er eins og fyrr segir tekið af Maros og gerði hann það seinnipartinn í gær. Ljóst má vera af þeim myndum að nokkuð er síðan að lækurinn þornaði upp. Tjónið sem er orðið á sjóbirtingsstofninum í Grenlæk er mun meira en gerðist vorið 2021.

Sjóbirtingshræ skipta hundruðum í uppþornuðum farveg þar sem Grenlækur rann.
Sjóbirtingshræ skipta hundruðum í uppþornuðum farveg þar sem Grenlækur rann. Ljósmynd/Maros Zatko
mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert