Veiðifélög í Vopnafirði vilja netin burt

Frá Vopnafirði. Sveitarstjórn mun á morgun ræða hertar reglur um …
Frá Vopnafirði. Sveitarstjórn mun á morgun ræða hertar reglur um netaveiði á silungi í sjó í landi hreppsins. Veiðifélög á svæðinu hafa mótmælt hvernig staðið er að veiðunum og vísindamenn varað við hnignun bleikjunnar. Jón Sigurðarson

Veiðifélög í Vopnafirði hafa enn og aftur krafist þess að netaveiði í sjó í námunda við laxveiðiár á svæðinu verði hætt. Þetta eru veiðifélög Hofsár, Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár. Erindinu hefur verið beint til sveitarfélagsins sem jafnframt veitir leyfi til netalagna. Byggja þessar netalagnir á gömlum lagaákvæðum og hafa verið stundaðar um langa hríð.

Netin eru lögð til að veiða silung. Almennt ákvæði er í lögum að óheimilt sé að veiða göngusilung í sjó nema þegar um er að ræða sjávarjarðir. Nú er hins vegar svo komið í Vopnafirði og raunar víða um land að bleikja er á miklu undanhaldi. Þannig segja talningar í ám á svæðinu að bleikjustofnar hafi hnignað stórlega og séu nú um tíundi hluti þess sem var í lok síðustu aldar. Sú staða hefur leitt til þess að vísindamenn Hafrannsóknastofnunar hafa hvatt til varúðar. Í sama streng hefur Fiskistofa tekið. Sú varúð felst fyrst og fremst í því að draga stórlega úr netaveiði eða hætta henni með öllu.

Bréfasendingar hafa verið í gangi milli sveitarfélagsins og veiðifélaganna þar sem þeir síðarnefndu benda á að lögin kveði á um eftirlit með veiðunum, skráningu afla og að virt séu lög sem gilda um netaveiðar. Það er meining veiðifélaganna að lítið sem ekkert eftirlit hafi verið með þessum veiðiskap.

Sveitarfélagið hefur kallað eftir áliti lögmanns vegna þessa en málið verður tekið fyrir á fundi sveitarstjórnar á morgun. Fyrir þeim fundi liggja tillögur um reglur um netaveiði frá sjávarjörðum í landi sveitarfélagsins. Miða þær að því að einungis eitt net verði leyft á hvern leyfishafa og skylt verði að skrá afla og skila skýrslum þar að lútandi. „Við erum hér fyrst og fremst að bregðast við þeirri stöðu sem Hafrannsóknastofnun og Fiskistofa hafa bent á varðandi alvarlega stöðu bleikjunnar,“ sagði Valdimar O. Hermannsson, verkefnastjóri sveitastjórnar Vopnafjarðarhrepps. Tillögurnar sem liggja fyrir fundi sveitarstjórnar á morgun bera heitið; Reglur um netaveiði í sjó í landi Vopnafjarðarhrepps.

Bleikjan á mjög undir högg að sækja um land allt. …
Bleikjan á mjög undir högg að sækja um land allt. Í Vopnafirði er talið að stofninn sé nú ekki nema tíundi hluti þess sem var í lok síðustu aldar. Vísindamenn hafa hvatt til varúðar þegar kemur að bleikjunni. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Fyrrnefnd veiðifélög hafa greint sveitarfélaginu frá því að þau ætli að stórefla eftirlit með netaveiðunum. Bæði hvað varðar skráningu og aðra þætti. Þá hafa sömu félög einnig sett fram þá hugmynd að leigja veiðiréttinn af sveitarfélaginu og þar með að losna við netin.

Hér takast á tvenn gerólík sjónarmið. Annars vegar gamli tíminn þegar netalagnir voru heimilar til að draga björg í bú og þarf að fara allt aftur til ársins 1957 þegar þessi mál voru til umræðu áður en lög um lax og silungsveiði tóku gildi.

Svo er það hitt sjónarmiðið að ræktunarstarf í þeim laxveiðiám sem tengjast málinu hefur verið umfangsmikið og lagt í margháttaðar rannsóknir. Veiðimenn sem koma í árnar í Vopnafirði þurfa að sætta sig við strangar reglur, bæði hvað varðar veiðibúnað og veiðitími hefur verið styttur.

Vopnafjarðarhreppur er alls ekki eina sveitarfélagið sem er í þessum sporum að leyfa netaveiði á göngusilungi við sjávarjarðir byggt á gamalli hefð. Þetta sama mál hefur komið upp á Húsavík í nágrenni Laxár í Aðaldal, og dæmin eru fleiri.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert