„Sennilega aldrei misst úr máltíð“

Matthías Stefánsson með hlunkinn af Mælabreiðu sem samkvæmt máli er …
Matthías Stefánsson með hlunkinn af Mælabreiðu sem samkvæmt máli er rúmlega ellefu kíló. Svakalega þykkur fiskur. Þeir sjást ekki margir svona. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Sannkallaður stórurriði veiddist í Ytri–Rangá í dag á Mælabreiðu. Það var veiðileiðsögumaðurinn, rokkarinn og júdókappinn Matthías Stefánsson sem setti í fiskinn á fluguna Sex dungeon, sem mætti þýða sem kynlífsdýflissan.

Þeir feðgar Stefán og Matthías eru sammála um að hafa …
Þeir feðgar Stefán og Matthías eru sammála um að hafa aldrei áður séð svo stóran urriða. Þeir hafa séð þá nokkra í gegnum tíðina. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Matthías mældi fiskinn vandlega því það sást strax að hann var óvanalega þykkur og mikill. Lengdin reyndist vera 87 sentímetrar og ummálið hvorki meira né minna en 55 sentímetrar. Þegar þessar tölur eru slegnar inn í alþjóðlegar reiknivélar á borð við þá sem letsflyfish.com býður upp á, er þessi fiskur sagður tæplega 25 lbs eða rúm ellefu kíló. 

Flugan með skrítna nafninu. Sex dungeon eða kynlífsdýflissan. Fluguna hannaði …
Flugan með skrítna nafninu. Sex dungeon eða kynlífsdýflissan. Fluguna hannaði Kelly Galloup og er þekktur fyrir óvanaleg nöfn á flugum sínum. En þær virka. Ljósmynd/Matthías Stefánsson

„Já. Hann var virkilega sterkur en svo náði ég honum inn á grynnra vatn og þar valt hann bara á hliðina og pabbi náði að sporðtaka hann. Við höfum ekki séð svona stóran og þykkan urriða áður. Sennilega hefur hann aldrei misst úr máltíð. Allavega ekki nýlega,“ sagði Matthías í samtali við Sporðaköst.

Þverhandarþykkur. Það er alveg sama hvernig horft er á þennan …
Þverhandarþykkur. Það er alveg sama hvernig horft er á þennan urriða hann er ótrúlega stór og mikill. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Mælabreiða í Ytri–Rangá er fyrsta breiðan fyrir ofan Árbæjarfoss.

En Matthías. Hver skýrir flugu Sex Dungeon?

„Þetta er einhver snillingur í Bandaríkjunum sem heitir Kelly Galloup. Þessi var hins vegar hnýtt á sýningunni Flugur og veiði sem var um daginn. Jón Stefán Hannesson hnýtti hana. En Kelly sem hannar þessar flugur á mörg skrítin nöfn eins og til dæmis Drunk and disorderly og mörg fleiri þegar kemur að flugum.“

Jón Stefán Hannesson fluguhnýtari mætti á sýninguna Flugur og veiði …
Jón Stefán Hannesson fluguhnýtari mætti á sýninguna Flugur og veiði sem haldin var í lok apríl. Þar og þá fjárfesti Matthías í flugunni sem gaf honum svo vel í dag. Ljósmynd/Sporðaköst

Þessum þverhandarþykka og allt að því hnöttótta urriða var sleppt eftir myndatöku. En það er magnað að fá svo stóran staðbundinn urriða. Raunar er Ytri–Rangá þekkt fyrir að geyma svona sleggjur og við höfum séð þá lengri en ekki svona þykka. Með alvöru hnakkaspik og svakalega síðu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert