Myndskeið: Laxinn mættur í Kjósina - Staðfest

Fyrstu vorlaxarnir er mættir í Laxá í Kjós. Síðustu daga hafa veiðimenn víða verið á vappi að reyna að koma auga á þá fyrstu. Mikið vatn, rok og litur hafa torveldað þessi leitarstörf.

Haraldur Eiríksson leigutaki í Kjósinni er vandur að virðingu sinni þegar kemur að fyrsta laxinum og staðfestingu á að hann hafi sést. 

Í gær var Halli ásamt fleiri reynsluboltum að skyggna þessa hefðbundnu vorstaði í Kjósinni. Kvíslarfoss og þar fyrir neðan ásamt Laxfossi voru staðir sem rýnt var í en án árangurs.

„Þetta er að fara að gerast í dag, trúi ég,“ fullyrti hann í samtali við Sporðaköst í morgun.

Tveimur klukkutímum síðar kom svo SMS: „Kominn.“

Lax í gjúfrunum í Laxá í Kjós. Mynd úr safni.
Lax í gjúfrunum í Laxá í Kjós. Mynd úr safni. Ljósmynd/Laxá í Kjós

Seinna en síðustu ár

Þetta er frekar seint miðað við síðustu ár en oft hefur 23. maí verið dagurinn þar sem sá fyrsti er staðfestur. En eins og fyrr segir þá kunna aðstæður að spila inn í. 

Sporðaköst minnast þess hins vegar að Ásgeir Heiðar sem átti lögheimili í Kjósinni árum saman miðaði gjarnan við 27. maí og það á við í ár.

Myndbandið staðfestir að tveir tveggja ára laxar liggja utan í klöppinni beint út af hakinu í þúfunni í landinu okkar megin.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert