Eldislax veiðst á tveimur stöðum í vor

Haukadalsvatn á mánudagskvöld. Eldislax sem vigtaði 3,5 kíló. Þröstur Reynisson …
Haukadalsvatn á mánudagskvöld. Eldislax sem vigtaði 3,5 kíló. Þröstur Reynisson veiddi hann. Úlfar bróðir hans setti í eins fisk en sá slapp. Úlfar Reynisson

Eldislax veiddist á mánudagskvöld í Haukadalsvatni. Var það hrygna. Annar eldislax veiddist í Laugardalsá fyrir vestan í síðustu viku. Það var hængur. Báðir laxarnir eru komnir til Hafrannsóknastofnunar til rannsóknar. Þröstur Reynisson veiddi laxinn í Haukadalsvatni, en hann og bróðir hans fengu leyfi til að kíkja aðeins í vatnið og ætluðu að ná sér í bleikju. Fljótlega settu þeir í og lönduðu eldislaxinum. „Ég var fyrst að vona að þetta væri væn bleikja. Svo sá ég að þetta var bjartur fiskur og þá vildi ég trúa því að þetta væri góður urriði en þegar hann kom á land þá reyndist þetta lax og greinilega úr eldi. Það fór nú bara um okkur bræður,“ sagði Þröstur í samtali við Sporðaköst.

Fljótlega settu þeir í annan fisk en hann slapp og náðist ekki í land. „Þetta var sams konar fiskur. Það leyndi sér ekkert,“ upplýsti Þröstur.

Eldishrygna. Stuttnefja. Trýnið á eldisfiskinum er oft með þessum hætti …
Eldishrygna. Stuttnefja. Trýnið á eldisfiskinum er oft með þessum hætti og þeir geta verið hlutfallslega hausminni en náttúrulegi laxinn. Ljósmynd/Þröstur Reynisson

Hann og Úlfar bróðir hans eru í hópi leigutaka að efri Haukadalsá. Þeir hafa rætt við landeigendur og stendur þeirra vilji til þess að skoða við fyrsta tækifæri ána, eða um leið og sjatnar í henni þannig að hægt sé að skyggna hana vel og kanna hvort eldisfiskar séu á ferðinni í henni. „Menn hljóta að gera þetta víðar og vonandi jafnvel um allt land. Við vitum ekki hvort þetta er patreksfirðingur sem lærði að borða í vetur eða nýlegur að austan. Við bíðum eftir því að heyra niðurstöður frá Hafrannsóknastofnun hvaðan hann kemur. Það vakti athygli okkar að hann er vel haldinn og alls ekki niðurgöngulegur. Það fór heldur ekkert milli mála að þetta er eldislax. Það er alveg upp á tíu að þetta er eldislax.“

Fyrstir til að segja frá eldislaxinum í Haukadalsvatni var vefurinn veiða.is.

En þessu til viðbótar þá náðist hængur í Laugardalsá, nánar tiltekið í Laugarbólsvatni, í síðustu viku og var hann svipaður að stærð og er hann nánast örugglega eldislax. 

Þetta er kvikindið. Eftir að haust og vetur skall á …
Þetta er kvikindið. Eftir að haust og vetur skall á í fyrra hefur lítið verið fylgst með ánum eins og gefur að skilja. Er eitthvað af þessum eldisfiskum enn á sveimi? Ljósmynd/Þröstur Reynisson

Guðni Guðbergsson sviðstjóri Hafrannsóknastofnunar staðfesti í samtali við Sporðaköst að báðir þessir fiskar hafi borist til þeirra og eru til rannsóknar. Hann taldi líklegt að báðir þessir laxar gætu flokkast sem niðurgöngufiskar í þeim skilningi að þeir hefðu gengið í ferskt vatn í haust eða vetur. Hann sagði þó að slíkt kæmi ekki í ljós fyrr en niðurstöður úr rannsóknum lægju fyrir.

„Við munum skoða ána frá A til Ö. Ég held að menn hljóti að gera slíkt um allt land. Við munum skoða þetta fyrst með gleraugum og ef við þurfum þá notum við þær græjur sem þarf, hvort sem það eru heykvíslar eða háfar,“ sagði Þröstur Reynisson.

Og rétt í lokinn. Eldislaxinn sem kom á land tók 20 gramma silfraðan Toby en sá sem slapp silunga spinner. 

Hafrannsóknastofnun hafði fyrr í mánuðinum hvatt veiðimenn til að vera á varðbergi í vor og sumar varðandi eldislax sem gæti verið á ferðinni. Þessir tveir fiskar undirstrika það með afgerandi hætti að full þörf er á að fylgjast vel með.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert