Júní pakkaður af spennandi dagsetningum

Opnunardagur í Urriðafossi fyrir tveimur árum. Það er ávallt spennandi …
Opnunardagur í Urriðafossi fyrir tveimur árum. Það er ávallt spennandi að sjá hvernig Þjórsá lítur út þennan fyrsta morgun. Á laugardag er opnun og þá hefst laxveiðitímabilið formlega. Ljósmynd/Sporðaköst

Laxveiðitímabilið er handan við hornið. Þó að fyrsti laxinn sé kominn á land þá hefst tímabilið formlega á laugardag þegar Urriðafoss í Þjórsá opnar. Svo tekur við opnun í Norðurá þann 4. júní og Blanda neðsta svæðið daginn eftir. Svo opna þær ein af annarri það sem eftirlifir júnímánaðar og þær síðustu opna í byrjun júlí.

Aðeins er um að ræða breytingar milli ára. Í sumum ám byrja menn aðeins fyrr en í fyrra, eins og í Stóru–Laxá, Víðidalsá, Selá í Vopnafirði og raunar víðar. Í öðrum ám fara menn örlítið síðar af stað eins og í Þverá í Borgarfirði sem að þessu sinni opnar þann 10. júní.

Ávallt ríkir nokkur spenna varðandi opnanir þó að þær segi í raun ekki mikið. Á þessum tíma eru menn að eltast við vorfiskinn sem er að jafnaði búinn að vera tvö ár í sjó og flokkast sem stórlax. Spennandi er að sjá hversu mikið er mætt af honum en miðað við að víða var lítið af smálaxi í fyrra er ekki raunhæft að búast við einhverju bingói í vorveiðinni. Þekkt er að samhengi er á milli smálaxagöngu ári áður og hversu miklu má búast við af stórlaxi ári síðar.

Smálaxinn mætir aðeins síðar en það eru fiskar sem dvalið hafa eitt ár í sjó. Skilyrði á fæðuslóð seiðanna sem gengu út í fyrra, voru betri en undanfarin ár og gefa mönnum því von um að hann komi í nokkru magni.

En svo getur verið að þetta verði einhvern veginn allt öðruvísi. Hér að neðan má sjá dagsetningar fyrir nokkrar af helstu laxveiðiánum, hvenær þær opna.

1. júní

Urriðafoss

4. júní

Norðurá

5. júní

Blanda

10. júní

Þverá í Borgarfirði

15. júní

Miðfjarðará, Laxá í Kjós og Kjarrá

16. júní

Laxá í Lei­rár­sveit

17. júní

Grímsá, Laxá á Ásum og Hítará

18. júní

Víðidalsá 

19. júní

Langá

20. júní

Vatns­dalsá, Laxá í Aðal­dal, Elliðaárn­ar, Hauka­dalsá, Anda­kílsá, Ytri–Rangá, Eystri–Rangá, Breiðdalsá, Eystri bakki Hólsár og Laug­ar­dalsá

21. júní

Selá í Vopnafirði, Stóra–Laxá, bæði efra og neðra svæði. Hrúta­fjarðará

22. júní

Straumfjarðará

24. júní

Sandá, Laxá í Döl­um og Jökla 

25. júní

Gljúf­urá og Leir­vogsá

27. júní

Hofsá í Vopnafirði, Hafralónsá, Sval­b­arðsá og Korpa

30. júní

Miðfjarðará í Bakkaf­irði

1. júlí

Flekku­dalsá og Miðá

5. júlí

Affallið

7. júlí

Þverá í Fljótshlíð

Allar þessar dagsetningar eru fengnar hjá leigutökum og/eða starfsmönnum þeirra. Velkomið er að senda Sporðaköstum tölvupóst á netfangið eggertskula@mbl.is ef menn vilja bæta ám á listann.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert