Blanda á blað en misjafnt gengi í byrjun

Svona var stemmingin í Blöndu þegar sá fyrsti kom á …
Svona var stemmingin í Blöndu þegar sá fyrsti kom á land í dag. Hilmir Dan Ævarsson átti heiðurinn og naut aðstoðar Glendu Powell. Ljósmynd/Elías Pétur

Fyrsti lax sumarsins í Blöndu veiddist loksins í dag. Norðurá er að skila mun betri veiði í byrjun, miðað við síðustu ár. Veiði í Þverá í Borgarfirði er aftur á móti með rólegra móti.

FUSS félagsskapurinn er nú staddur í Blöndu, en skammastöfunin stendur fyrir Ungir í skot– og stangveiði. Það var Hilmir Dan Ævarsson sem setti í og landaði þeim fyrsta í sumar. Hann mældist 94 sentímetrar að sögn viðstaddra og tók hann Sunray á Breiðunni að norðanverðu. Það tók sig upp taumlaus gleði þegar þessi verklegi lax var kominn á land.

Hjúkkkk segja margir. Fyrsta laxinn veiddi Hilmir Dan og mældist …
Hjúkkkk segja margir. Fyrsta laxinn veiddi Hilmir Dan og mældist hann 94 sentímetrar. Ljósmynd/Elías Pétur

Ungir veiðimenn nutu aðstoðar Glendu Powell. En Glenda þessi er einn af virtustu flugukastkennurum í heiminum og hafa veiðimenn víðsvegar að úr heiminum lært hjá þessum írska snillingi.

Og svona var stemmingin í Norðurá í dag. King Binni, …
Og svona var stemmingin í Norðurá í dag. King Binni, eða Brynjar Þór Hreggviðsson fær fimmu frá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur eftir löndun og sleppingu á laxi. Ljósmynd/Barmarnir

Norðurá er að byrja vertíðina mjög vel og mun betur en síðustu ár. Á hádegi í dag var búið að færa 64 laxa til bókar í henni og til samanburðar er hægt að skoða tölur frá fyrri árum. Sumarið 2022 voru komnir í bók 38 laxar í Norðurá 15. júní. Aðeins betri staða var uppi á teningnum í fyrra en þá voru laxarnir 71 talsins 14. júní. Nú er veiðin hins vegar töluvert meiri og verður fróðlegt að sjá hvenær hún nær hundrað.

Dögg Hjaltalín heldur ekki aftur af gleðinni. Enda eru þetta …
Dögg Hjaltalín heldur ekki aftur af gleðinni. Enda eru þetta svo flottir fiskar, svona nýgengnir á vorin. Þessi fékkst á Brotinu. Ljósmynd/Barmarnir

Öflugt kvennaholl lauk tveggja daga túr á miðjum degi í dag og voru samtals með nítján laxa. Hópurinn heitir því fallega nafni Barmarnir og hefur áður komið við sögu á síðu Sporðakasta. Guðný Helga Herbertsdóttir og Dögg Hjaltalín voru í þessum hópi og bar saman um að þrátt fyrir vind hefðu aðstæður verið mjög skemmtilegar. Gott vatn, en þær voru ekki að sjá mikið af fiski. „Eiginlega bara þessa sem við mældum. Það var aðeins smálax í bland en annars mjög flottir og vel haldnir tveggja ára laxar,“ sagði Dögg Hjaltalín í samtali við Sporðaköst nú síðdegis.

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir fékk þennan í Klettskvörn. Samtals landaði hollið …
Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir fékk þennan í Klettskvörn. Samtals landaði hollið nítján löxum á tveimur dögum. Ljósmynd/Barmarnir

Róleg veiði í Þverá

Það er ekki alveg sama fjörið í veiðinni í Þverá. Þar var á hádegi búið að bóka fimm laxa frá opnun. Við vitum af veiðimönnum sem hafa landað tveimur nú síðdegis en þeim bar saman um að þeir sæju ekki mikið af fiski í ánni. Þeir mældu hana síðdegis og var hún tólf gráður og lofthiti fimmtán. Áin sjálf að tærast upp og skilyrði því mjög góð.

Silfurbjartur. Guðný Helga með fullkominn lax úr Norðurá.
Silfurbjartur. Guðný Helga með fullkominn lax úr Norðurá. Ljósmynd/Barmarnir

Ein kenning sem Sporðaköst hafa heyrt vegna rólegrar byrjunar í Þverá er að fiskurinn straui í gegnum Þverá í svona vatni. Það hlýtur þá að skila sér í góðri opnun í Kjarrá á laugardag.

Við sögðum frétt af því að fjórir laxar hafi veiðst á fyrstu vakt í opnun í Þverá. Annað hvort á eftir að bóka einhverja fiska eða um misskilning var að ræða og eitthvað af þeim hafi veiðst í Brennunni sem neðsta svæðið á vatnasvæðinu.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert