Tímabært að dusta rykið af bjartsýninni?

Það var öflugt veiðigengi mætt í Urriðafoss í gær. Frá …
Það var öflugt veiðigengi mætt í Urriðafoss í gær. Frá vinstri, Ólafur Rögnvaldsson, Örvar Ólafsson, Guðmundur Már Stefánsson, Matthías Stefánsson og Stefán Sigurðsson. Þeir tóku kvótann. Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir

Fyrstu dagar laxveiðinnar gefa alveg þokkaleg fyrirheit. Urriðafoss í Þjórsá er kominn með 160 laxa miðað við tölur angling.is, sem miðast við 11. júní. Það er miklu betri veiði en í fyrra og aðeins betri en 2022. Smálaxinn er farinn að láta sjá sig og segir Stefán Sigurðsson, leigutaki að hann sé í fínum holdum, eins og líka tveggja ára fiskurinn. Stefán var sjálfur að veiða Urriðafossinn í gær og segir hann að veiðin hafi verið fín. „Undanfarna daga hafa menn oft verið búnir að ná þessum tuttugu löxum, sem kvótinn hljóðar upp á, um kaffileytið. Þannig að þetta hefur verið fínn gangur í þessu. Það voru þrír smálaxar í aflanum hjá okkur í gær og það voru flottir fiskar. Vel haldnir og þykkir,“ sagði Stefán Sigurðsson í samtali við Sporðaköst.

Þjórsá er býsna pen þessa dagana og vatnsminni en mega …
Þjórsá er býsna pen þessa dagana og vatnsminni en mega að venjast á þessum tíma. Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir

Þjórsá hefur verið óvenju vatnslítil og tær það sem af er veiðitímanum. Segir Stefán að gangurinn í veiðunum hafi gjarnan verið þannig að menn hafi sett í nokkra laxa að morgni en svo hafi lítið gerst þar til liðið hefur á dag. Tengir hann það jafnvel við að hitastig árinnar hefur iðulega hækkað verulega þegar líður á dag. Oft hefur svo allt farið í gang þegar komið er fram yfir hádegi.

Matthías með enn úr Urriðafossi í sumar. Hér er hann …
Matthías með enn úr Urriðafossi í sumar. Hér er hann með 85 sentímetra hrygnu. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Stefán og hans áhöfn eru þessa dagana að undirbúa opnun Ytri–Rangár en þar hefst veiði 20. júní. Nokkuð hefur sést af laxi í ánni. Í Djúpós, neðan við Ægisíðufoss og þá var settur niður laxateljari í gær og sáust þrír laxar ganga þar í gegn í nótt.

Þessir tveir tróðu sér í gegn í morgun og voru …
Þessir tveir tróðu sér í gegn í morgun og voru þá fimm laxar komnir í gegnum teljarann við Ægissíðufoss, skömmu eftir að teljaranum var komið fyrir. Ljósmynd/IO

Er tímabært að dusta rykið af bjartsýninni?

„Það eru vissulega jákvæð teikn á lofti en ég held að margir veiðimenn séu mjög varkárir í að lýsa yfir bjartsýni. Menn eru býsna barðir eftir síðustu ár þar sem veiðin hefur verið býsna róleg. En mjög víða hafa verið að sjást laxar. Urriðafoss er að byrja vel og Norðuráin líka þannig að ég held að við eigum bara að leyfa okkur að vera bjartsýn. Allavega þar til annað kemur í ljós,“ svaraði Stefán.

Nokkru síðar sendi hann svo Sporðaköstum mynd úr teljaranum. Þar sást tveir laxar til viðbótar fara í gegnum teljarann í morgun. Þeir eru þá orðnir fimm síðasta sólarhinginn.

Klapparfljótið í Þverá gaf þrjá laxa í morgun. Hér hampar …
Klapparfljótið í Þverá gaf þrjá laxa í morgun. Hér hampar Ingólfur einum þeirra. Sá fjórði kom úr Ármótakvörn. Ljósmynd/IG

Sporðaköst ætla að leyfa sér að dusta rykið af bjartsýninni. Áhugaverðar opnanir verða á laugardag. Laxá í Kjós, Miðfjarðará og Kjarrá. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með framgangi í þeim ám.

Veiðimenn í Norðurá lönduðu tíu löxum á morgunvaktinni í morgun. Þá fréttum við af veiðimönnum í Þverá sem lönduðu fjórum löxum á morgunvaktinni.

Laxar hafa sést í flest öllum laxveiðiánum sem opna á næstu dögum. Það er helst að illa hafi gengið að skyggna ár fyrir norðan því að þær eru vatnsmiklar þessa daga og sumar hverjar litaðar. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert