Opnanir á rólegum nótum í þremur ám

Fyrsti laxinn úr Kjarrá sumarið 2024. Sigurður Valtýsson tók þennan …
Fyrsti laxinn úr Kjarrá sumarið 2024. Sigurður Valtýsson tók þennan á Hregg í veiðistaðnum Runka. Ljósmynd/BH

Þrjár spennandi opnanir voru í dag. Í Miðfjarðará komu fjórir laxar fyrir hádegi og bæði Kjarrá og Laxá í Kjós fengu einn í bók, hvor á. Veðrið í Kjósinni hefði verið athugasemdalaust hjá hvaða Íslendingi sem er, á Tenerife. Lofthiti var 22 gráður og glæran eftir því. Þrír laxar komu svo eftir hádegi og veiddist einn í Króarhamri og annar í Golfstraumi í Bugðu. Samtals fjórir laxar þar fyrsta daginn.

Litlar fréttir hafa borist úr Kjarrá en þó vitum við um einn lax sem kom úr Runka og var það Sigurður Valtýsson sem tók hann á fluguna Hregg. Aðrar fréttir hafa ekki borist ofan að.

Í Miðfirði á síðari vaktinni var engum landað en menn settu í nokkra og misstu. Bæði í sjálfri Miðfjarðará og einnig í Austurá. Fjórir laxar þar á fyrsta degi. Dagurinn þar byrjaði svo sannarlega með látum og fyrsta klukkutímann var þremur landað. Einn kom svo rétt fyrir hlé og seinniparturinn núllaði.

Þóra Hallgrímsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Laxá í Kjós sumarið …
Þóra Hallgrímsdóttir landaði fyrsta laxinum úr Laxá í Kjós sumarið 2024. Víða var líf í Kjósinni í dag og þrír laxar komu á land á opnunardegi. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Bæði í Kjósinni og í Miðfjarðará urðu menn varir við fisk á hreyfingu og er það góðs viti upp á næstu daga. Ekki var annað að heyra á leigutökum í Kjós og Miðfirði að þeir væru þokkalega sáttir við þessa stöðu eftir opnunardag, þegar horft er til aðstæðna. 

Þóra þreytir fyrsta laxinn í Kjósinn á Fossbreiðu. 20 gráður …
Þóra þreytir fyrsta laxinn í Kjósinn á Fossbreiðu. 20 gráður og logn. Þessi fiskur tók Haug númer fjórtán. Ljósmynd/Haraldur Eiríksson

Norðurá fór yfir hundrað laxa í morgun og er stór og stækkandi hluti aflans smálax. Á sama tíma vekur athygli að Þverá er ekki með nema sextán laxa. Vissulega opnaði hún þremur dögum síðar en Norðurá, en engu að síður er veiðin þar róleg og mun minni en í nágranna hennar sem er Norðurá.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert