Þrír á fyrsta klukkutímanum í Miðfirði

Andrew með lúsugan fyrsta lax úr Vesturá í Miðfirði. Silfurbjartur …
Andrew með lúsugan fyrsta lax úr Vesturá í Miðfirði. Silfurbjartur nýrenningur. Fyrsti klukkutíminn í opnun hefur verið fjörugur í Miðfjarðará. Ljósmynd/Rafn Valur

Þremur löxum hefur verið landað fyrsta klukkutímann í opnun í Miðfjarðará. Tveir hafa komið á land í Austuránni og einn í Vesturá. Í fyrsta kasti í Hlaupum fékk breski veiðimaðurinn Mark 87 sentímetra lax í Hlaupunum og þar sáust fleiri laxar.

Í Göngumannahyl endurtók sagan sig. Í fyrsta kasti fékk David fisk og mældist sá 78 sentímetrar. 

Mark fékk fyrsta fiskinn í Miðfjarðará sumarið 2024. Hann tók …
Mark fékk fyrsta fiskinn í Miðfjarðará sumarið 2024. Hann tók í fyrsta kasti í Hlaupunum. 87 sentímetrar. Gull af fiski. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson

„Við vorum ekki búnir að sjá fisk í Austuránni en vorum nokkuð vissir um að þeir væru mættir. Hún er í algeru gullvatni og þetta gerðist bara hviss bang og báðar stangir þar voru komnar með fisk. Ef ég hefði mátt velja þá hefði maður viljað byrja í Austuránni. Aðstæður voru fullkomnar þar,“ sagði Rafn Valur Alfreðsson leigutaki í Miðfirði í samtali við Sporðaköst rétt fyrir klukkan tíu. Þeir byrjuðu að veiða rétt fyrir klukkan níu í morgun og þriðji laxinn sem Rafn Valur heyrði af kom úr Vesturá. 

David fékk þennan í Göngumannahyl og mældist hann 78 sentímetrar. …
David fékk þennan í Göngumannahyl og mældist hann 78 sentímetrar. Austuráin er í gullvatni, að sögn Rafns Alfreðssonar. Ljósmynd/Helgi Guðbrandsson

Hinn breski Andrew landaði lúsugum fallegum laxi í Skálapollum í Vesturá. þar höfðu sést laxar í gær, bæði í Kistum og einnig í taglinu neðan við Hlíðarfoss. Þetta er flottur fyrsti klukkutími í Miðfirði og gaman verður að sjá hvort framhald verður á í dag.

Bæði Laxá í Kjós og Kjarrá eru einnig að opna í dag. Spennandi dagur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka