Grímsá átti bestu opnunarvaktina í morgun af þeim ám sem voru að opna á sjálfum þjóðhátíðardeginum. Fimm laxar komu þar á land fyrir hádegi og fór þar fremstur í flokki kaupmaðurinn fyrrverandi Júlíus Jónsson. Júlli landaði tveimur löxum í Lækjarfossi og skaut yngri veiðimönnum ref fyrir rass. Hinir þrír komu úr Viðbjóði, og tveir úr Langadrætti. Sannarlega flottur morgun í Grímsá.
Jón Þór Júlíusson með nýrunninn lax frá því í morgun. Grímsá gaf fimm í morgun og einhverjir misstir.
Ljósmynd/Hreggnasi
„Það var líf í morgun. Tveir landaðir og tveir misstir, fiskar að sýna sig og mjög lofandi. En upp úr 10 brast á með jökukaldri vestanátt og við sjáum ekki kvikindi. Það er eins og við séum í annari á,“ sagði Haraldur Eiríksson leigutaki Hítarár um opnunardaginn. Það var aldeilis góðmennt í ánni og fyrsta laxinum landaði Peter Landale stjórnarformaður Atlantic Salmon Trust á hitsaða einkrækju á Breiðinni. Undir kvöld kom svo þriðji laxinn á land. 80 sentímetra hrygna úr Breiðinni.
Peter Landale, stjórnarformaður AST með þann fyrsta úr Hítará 2024. Þrír veiddust þar á opnunardegi.
Ljósmynd/Haraldur Eiríksson
Góð opnun í Leirársveit
Veitt er á fjórar stangir fyrstu dagana í Laxá í Leirársveit. Haukur Geir Garðarsson, leigutaki upplýsti að opnun hefði gengið vel.
„Nokkuð líflegt var og settum við í fjórtán laxa og náðum sex á land.
Lax kom úr Eyrafossi og sáust fleirri þar.
Hallfreður Vilhjálmsson landar 77 sm hrygnu úr Vaðstreng fyrir Vilhjálm Gíslason veiðifélaga sinn.
Ljósmynd/VG
Þá kom lax úr Sunnefjufossi , Ljóninu, Vaðstreng og tveir úr Laxfossi.
Mjög stór lax sleit í Ljóninu eftir harða baráttu.
Lax var að gangi á síðdegisflóðinu og misstust tveir í Grettisstrengjum síðdegis.
Þetta voru allt vel haldnir 2ja ára laxar upp í 82sm. Sáum og misstum smálaxa þannig hann er líka mættur.
Fallegt vatn er í ánni og fiskurinn greinilega á hreyfingu.“
Björn K. Rúnarsson með fyrsta laxinn úr Laxá á Ásum 2024. 85 sentímetrar úr Dulsum.
Ljósmynd/Sturla Birgisson
Ásarnir spennandi
Mikið líf var í Laxá á Ásum í dag. Margir misstir og víða sáust laxar. Björn K. Rúnarsson landaði þeim fyrsta úr Dulsum. 85 sentímetra fiskur. Fjórir laxar misstust þar í morgun. Við segjum ykkur nánar af Ása opnun á morgun.
Seinustu hundraðkallar sumarsins
Lengd á laxi |
Veiðisvæði |
Veiðimaður |
Dagsetning
Dags.
|
102 cm |
Hvítá við Iðu |
Ársæll Þór Bjarnason |
19. september
19.9.
|
101 cm |
Víðidalsá |
Stefán Elí Stefánsson |
4. september
4.9.
|
101 cm |
Laxá í Dölum |
Hafþór Jónsson |
27. ágúst
27.8.
|
102 cm |
Haukadalsá |
Ármann Andri Einarsson |
23. ágúst
23.8.
|
103 cm |
Laxá í Aðaldal |
Birgir Ellert Birgisson |
12. ágúst
12.8.
|
103 cm |
Miðsvæði Laxá í Aðaldal |
Máni Freyr Helgason |
11. ágúst
11.8.
|
101 cm |
Laxá í Aðaldal |
Agnar Jón Ágústsson |
10. ágúst
10.8.
|
Skoða meira