Veiði hófst í Víðidalsá í morgun og má segja að opnun hafi verið á keimlíkum nótum og í ám í nágrenninu. Tveir laxar komu á land. Sá fyrsti veiddist í Kerinu í morgun og fékk Stefán Kristjánsson laxinn á litla Collie dog túbu. Mældist hann 84 sentímetrar. Annar lax veiddist skömmu fyrir hádegi í Efri-Kæli. Þar var að verki Friðjón Mar Sveinbjörnsson. Var það 75 sentímetra fiskur. Lítill tveggja ára.
með Friðjóni í för er doktor Marías sem veiddi fyrsta laxinn í fyrra í Víðidal. Hugsaði doktorinn sér gott til glóðarinnar að endurtaka leikinn. Það gekk þó ekki eftir að þessu sinni.
Nokkrir fiskar misstust og líf var á öllum svæðum en taka í fiski var dræm. Það er einmitt það sem fyrirsögn fréttarinnar vísar í. Svipuð staða hefur verið uppi í ánum í nágrenni Víðidals eins og Laxá á Ásum og í Miðfjarðará. Töluvert sést af fiski en verið tökutregur.
Fyrstu bleikjurnar veiddust á opnunardeginum og þykir það óvenju snemmt að sögn doktors Maríasar.
Á morgun opnar Langá og svo kemur að Vatnsdalnum og Stóru-Laxá.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |