Fyrsti laxinn tók á Green Butt

Fyrsti lax sumarsins í Elliðaánum þetta sumarið tók við Breiðuna.
Fyrsti lax sumarsins í Elliðaánum þetta sumarið tók við Breiðuna. mbl.is/Árni Sæberg

Fyrsti laxinn sem veiddist í Elliðaánum þetta árið var 60 sentimetra lúsug hrygna sem tók á fluguna Green Butt.

Hefð hefur skapast fyrir því að Reykvíkingur ársins renni fyrir fyrsta fiski sumarsins í Elliðaánum og í ár var það Marta Wieczorek.

Eftir athöfn við veiðihús Stangveiðifélags Reykjavíkur, þar sem forseti borgarstjórnar, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, tilkynnti hver Reykvíkingur ársins væri, var gengið að veiðistaðnum Breiðunni.

Marta landaði fyrsta laxinum í Elliðaám í morgun.
Marta landaði fyrsta laxinum í Elliðaám í morgun. mbl.is/Árni Sæberg

Tókst ekki að sleppa 

Veður var með besta móti, þurrt, stillt og skýjað, en rignt hafði um nóttina. Það var líf í hylnum og nokkrir laxar sýndu sig í morgunsárið.

Eftir um stundarfjórðung tók fyrsti fiskurinn á fluguna Green Butt sem dregur nafnið af grænu skotti. Mörtu tókst að landa honum fimm mínútum síðar en um var að ræða 60 sentimetra lúsuga hrygnu. 

Laxinn hefur verið uppgefinn eftir átökin því almennt er öllum löxum sleppt aftur í Elliðaárnar en ekki tókst að fá þessa hrygnu til að taka við sér þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Því var hún blóðguð og Marta fékk að hafa hana með heim.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert