Vill fá Elliðaárnar á heimsminjaskrá

„Við verðum að passa upp á þessa perlu sem við …
„Við verðum að passa upp á þessa perlu sem við eigum hérna og passa að árnar fái að vera í friði,“ segir Ragnheiður. mbl.is/Árni Sæberg

„Það er okkar helsta stefna að setja árnar á heimsminjaskrá UNESCO; ég veit að þetta er löng vegferð en þetta endar þar,“ sagði Ragnheiður Thorsteinsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavíkur, við setningu Elliðaánna í morgun.

Spurð út í þessi ummæli sín segir Ragnheiður: „Þetta er ekkert fjarri lagi, vegna þess að það að það sé laxveiðiá í miðri höfuðborg er algjörlega með eindæmum.“

Elliðaárnar einstakar

Hún bendir á að margar ár sem renna í gegnum borgir heimsins á borð við Thames í London og Signu í París hafi verið laxveiðiár á sínum tíma en séu það ekki lengur af mannanna völdum.

„Við verðum að passa upp á þessa perlu sem við eigum hérna og passa að árnar fái að vera í friði,“ segir Ragnheiður.

Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR er bjartsýn á gott veiðisumar.
Ragnheiður Thorsteinsson formaður SVFR er bjartsýn á gott veiðisumar. Ljósmynd/RT

Nokkuð um rask í sumar

Fyrirséð er að eitthvað verður um rask við Elliðaárnar í sumar en í Víðdal stendur yfir vinna við Höfðabakkabrú og þar mun sömuleiðis fara fram hestamannamót í byrjun júlí.

Ragnheiður segir að stangveiðifélagið hafi verið í samtali við Fiskistofu varðandi framkvæmdirnar en henni hefði þótt ráðlegt að hefja þær fyrr svo þær teygðust ekki inn á veiðitímabilið.

„Þetta verður til óþæginda fyrir veiðimenn og það er ekki gott að þegar árnar eru komnar á stað að verið sé í framkvæmdum við þær,“ segir Ragnheiður.

Varðandi hestamannamótið segir Ragnheiður stangveiðifélagið hafi verið í góðu samstarfi við Fák sem stendur að mótinu.

„Við ætlum bara að vinna þetta saman því veiðimenn og hestamenn geta alveg verið vinir,“ segir Ragnheiður.

Bjartsýn að venju

Spurð hvernig sumarið leggist annars í hana segir Ragnheiður: „Veiðimenn eru náttúrulega alltaf svo hræðilega bjartsýnir og mér líst bara hrikalega vel á sumarið, það byrjar vel.“ 

Hún tekur þó fram að hún hafi sagt það sama fyrir síðasta sumar en veiðin þá var ekki með besta móti. 

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Víðidalsá Ragnheiður Þengilsdóttir 14. júlí 14.7.
106 cm Laxá í Aðaldal Kristrún Ólöf Sigurðardóttir 8. júlí 8.7.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert