Loka 33 laxveiðiám í Noregi um helgina

Landeigendur í Eidselva í Noregi biðu ekki eftir stjórnvöldum þar …
Landeigendur í Eidselva í Noregi biðu ekki eftir stjórnvöldum þar í landi. Ánni verður lokað þann 23. júní. Nú hafa yfirvöld tilkynnt um lokun í 33 laxveiðiám um helgina og bann við netaveiðum í sjó. Ljósmynd/Eidselva

Norska umhverfisstofnunin hefur tilkynnt formlega um lokun á 33 laxveiðiám í landinu um helgina. Búið var að vara við því að þetta væri yfirvofandi en nú hefur ákvörðunin verið tekin. Að sama skapi verður netaveiði í sjó bönnuð úti fyrir ströndum Noregs, nema nyrst í landinu. Lokun ánna er ótímabundin en Verdens Gang netmiðillinn hefur eftir forstjóra umhverfisstofnunar Noregs að staðan verði endurmetin í byrjun júlí. Við sögðum frá því fyrr í dag að ákvörðun um lokun væri yfirvofandi og að hún gæti verið kynnt með stuttum fyrirvara.

Árnar sem verður lokað samkvæmt ákvörðun yfirvalda eru þessar eftir fylkjum:

Östfold: Glomma og Aagardselva

Agder: Tovdalselva, Otra, Mandalselva og Lygna

Rogaland: Figgjo, Hjelmelandsana, Nordelva og Vikedalselva

Vestland: Uskedalselva, Steinssdalselva, Oselva, Næröydalselva, Sogndalselva, Daleelva, Gaula í Sunnfjorden, Nausta, Aelva og Ommedalselva, Gloppenelva, Strynselva og Hjalma

Möre og Romsdal: Austefjordelva, Korsbrekkelva, Rauma, Eira og Surna

Trondelag: Orkla, Gaula, Nidelva, Stjördalselva, Verdalselva, Steinkjerelva og Byaelva og Namsen

„Það er þungbær ákvörðun að stöðva laxveiðina. Við vitum að laxveiðar á sumrin en mikilvæg hefð og mikill gleðigjafi fyrir marga. Nú er staðan hins vegar sú að hver einasti lax skiptir máli,“ sagði Ellen Hambro í yfirlýsingu sem umhverfisstofnun Noregs sendi frá sér vegna þessarar ákvörðunar.

Netaveiði í sjó verður einnig stöðvuð í þessum fylkjum og ljóst að það vegur þungt þegar laxastofnarnir eru á svo miklu undanhaldi. Markmiðið er að reyna að tryggja að hrygningarstofnar verði sem öflugastir í haust.

Í fyrra var lélegasta ár í sögu laxveiða í Noregi, frá því að skráningar hófust. Það sem af er veiðitímanum núna er samdrátturinn milli ára á bilinu 50 til 60 prósent.

Þetta er umfangsmestu aðgerðir sem gripið hefur til í Noregi til að stuðla að viðgangi villta laxins. Það er ljóst að eftirmál þessarar aðgerðir verða mikil og jafnvel langvinn.

Fleiri ár eru lokaðar í Noregi eða ætla að loka, heldur en er að finna á listanum hér að ofan. Víða hafa landeigendur sjálfir tekið ákvörðun um lokun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert