Loka 33 laxveiðiám í Noregi um helgina

Landeigendur í Eidselva í Noregi biðu ekki eftir stjórnvöldum þar …
Landeigendur í Eidselva í Noregi biðu ekki eftir stjórnvöldum þar í landi. Ánni verður lokað þann 23. júní. Nú hafa yfirvöld tilkynnt um lokun í 33 laxveiðiám um helgina og bann við netaveiðum í sjó. Ljósmynd/Eidselva

Norska umhverfisstofnunin hefur tilkynnt formlega um lokun á 33 laxveiðiám í landinu um helgina. Búið var að vara við því að þetta væri yfirvofandi en nú hefur ákvörðunin verið tekin. Að sama skapi verður netaveiði í sjó bönnuð úti fyrir ströndum Noregs, nema nyrst í landinu. Lokun ánna er ótímabundin en Verdens Gang netmiðillinn hefur eftir forstjóra umhverfisstofnunar Noregs að staðan verði endurmetin í byrjun júlí. Við sögðum frá því fyrr í dag að ákvörðun um lokun væri yfirvofandi og að hún gæti verið kynnt með stuttum fyrirvara.

Árnar sem verður lokað samkvæmt ákvörðun yfirvalda eru þessar eftir fylkjum:

Östfold: Glomma og Aagardselva

Agder: Tovdalselva, Otra, Mandalselva og Lygna

Rogaland: Figgjo, Hjelmelandsana, Nordelva og Vikedalselva

Vestland: Uskedalselva, Steinssdalselva, Oselva, Næröydalselva, Sogndalselva, Daleelva, Gaula í Sunnfjorden, Nausta, Aelva og Ommedalselva, Gloppenelva, Strynselva og Hjalma

Möre og Romsdal: Austefjordelva, Korsbrekkelva, Rauma, Eira og Surna

Trondelag: Orkla, Gaula, Nidelva, Stjördalselva, Verdalselva, Steinkjerelva og Byaelva og Namsen

„Það er þungbær ákvörðun að stöðva laxveiðina. Við vitum að laxveiðar á sumrin en mikilvæg hefð og mikill gleðigjafi fyrir marga. Nú er staðan hins vegar sú að hver einasti lax skiptir máli,“ sagði Ellen Hambro í yfirlýsingu sem umhverfisstofnun Noregs sendi frá sér vegna þessarar ákvörðunar.

Netaveiði í sjó verður einnig stöðvuð í þessum fylkjum og ljóst að það vegur þungt þegar laxastofnarnir eru á svo miklu undanhaldi. Markmiðið er að reyna að tryggja að hrygningarstofnar verði sem öflugastir í haust.

Í fyrra var lélegasta ár í sögu laxveiða í Noregi, frá því að skráningar hófust. Það sem af er veiðitímanum núna er samdrátturinn milli ára á bilinu 50 til 60 prósent.

Þetta er umfangsmestu aðgerðir sem gripið hefur til í Noregi til að stuðla að viðgangi villta laxins. Það er ljóst að eftirmál þessarar aðgerðir verða mikil og jafnvel langvinn.

Fleiri ár eru lokaðar í Noregi eða ætla að loka, heldur en er að finna á listanum hér að ofan. Víða hafa landeigendur sjálfir tekið ákvörðun um lokun.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert