Vatnsdalsá fer vel af stað í miklu vatni

Sá stærsti til þessa í opnuninni kom úr hliðaránni Álku. …
Sá stærsti til þessa í opnuninni kom úr hliðaránni Álku. Björn K. Rúnarsson með 92 sentímetra lax. Eins og sjá má á bak við hann er Álkan nánast eins og stórfljót. Ljósmynd/BKR

Opnunarhollið í Vatnsdalsá er að störfum. Aðstæður eru krefjandi en þrátt fyrir það hefur veiðimönnum gengið ágætlega. Í Vatnsdal voru komnir átta laxar í hádeginu og nokkrir voru misstir.

Vatnsdalsá hefur verið stórfljót nánast allan júní og oftar en ekki hefur áin verið lituð. Veiðin hófst síðdegis þann 20. þannig að í hádeginu var búið að veiða tvo heila daga. Átta laxar eru komnir á land og telst það fínn árangur, sérstaklega í ljósi aðstæðna. Við köllum þetta krefjandi aðstæður en vissulega mætti hafa stærri orð um stöðuna.

Óskar Alfreðsson landaði þeim fyrsta í Vatnsdalnum í sumar. Hann …
Óskar Alfreðsson landaði þeim fyrsta í Vatnsdalnum í sumar. Hann kom úr Hólakvörn. Ljósmynd/BKR

Hinn fornfrægi Hnausastrengur er nánast óveiðandi og er áin einn flaumur í gegnum hann. Í gærkvöldi var áin að taka á sig hefðbundið útlit en rausnarlegir veðurguðir gáfu í og bættu í rigninguna. Þegar aðstæður eru með þessum hætti að jarðvegur er gegnsósa skilar rigningarvatnið sér beint í ána og hún vex hratt. Það var líka raunin í morgun að hún var bólgin og lítt fallin til þess að leita að laxi.

Sex laxar voru komnir á land í gær og í morgun fékk Björn K. Rúnarsson leigutaki fisk í Úlfsfossi í Álku, hliðará Vatnsdalsár. Raunar setti hann í annan rétt ofan við brú og missti þann fisk.

Sturla Birgisson með splunkunýja hrygnu sem hann fékk í morgun …
Sturla Birgisson með splunkunýja hrygnu sem hann fékk í morgun í Hólakvörn. Laxalúsin við gotraufina leynir sér ekki. Ljósmynd/BKR

Sturla Birgisson sjeff og leigutaki með Birni, fékk lax í Hólakvörn, sem hefur verið að gefa ágæta veiði í opnun. Þetta var sjötti laxinn sem veiðist þar.

Opnanir hafa verið erfiða á NV–landi í vor einmitt vegna þess sem rakið er hér að ofan. Þegar horft er í tölur er Vatnsdalsáin með flesta laxa í opnun. Víðidalsá var með sex eftir tvo og hálfan dag. Ásarnir með fjóra og Miðfjarðará með tólf laxa. Vissulega segja þessar opnanir ekki merkilega sögu varðandi sumarið en það er alltaf gaman þegar vel gengur. Vatnsdalsármenn njóta þess að vera að fá hann þrátt fyrir erfiðar aðstæður.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert