Gott vatn og mikið majónes í Dölunum

Harpa með þann fyrsta úr Laxá í Dölum sumarið 2024. …
Harpa með þann fyrsta úr Laxá í Dölum sumarið 2024. Nýrunnin hrygna sem veiddist í Þegjandakvörn. Ljósmynd/Stefán Sigurðsson

Laxá í Dölum opnaði í morgun og fyrstu tveir laxarnir komu á land fyrir hádegi. Báðir veiddust þeir í Þegjandakvörn og sett var í fleiri þar. Þá var sett í nokkra laxa í Matarpollum en þeir náðust ekki.

Laxá er í góðu vatni og margir binda vonir við að hún muni eiga gott sumar. það fer fyrst og fremst eftir því hvernig hún heldur vatni en oft á hún bágt þegar líður á sumar og rigning er af skornum skammti.

Stefán fékk svo annan stuttu síðar og það líka í …
Stefán fékk svo annan stuttu síðar og það líka í Þegjandakvörn. Þessi er ekki alveg jafn nýr og sá sem kom fyrstur á land. Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir

Þegar laxinn gengur inn í sjávarlónið við ósinn hefur mávur hreiðrað um sig og situr fyrir laxinum. Sporðaköst urðu vitni að því fyrir nokkrum árum þegar svartbakur tók fullorðinn lax skammt neðan við Matarpolla og var hann fljótu að rífa í sig góðgætið. Nú hefur Hreggnasi, sem er með ána á leigu komið fyrir fælubúnaði við ósinn og virðist hann vera að virka vel.

Harpa Hlín Þórðardóttir fékk fyrsta laxinn í Laxá þetta sumarið og var það silfurgljáandi hrygna sem mældist 83 sentímetrar. Stefán Sigurðsson landaði svo öðrum laxi í sama veiðistað en á honum var þaragræn slikja, engu líkara en hann hafi verið búinn að vera um stund fyrir utan ósinn.

Ný majónesdrottning var krýnd í Dölunum í gær. Þetta er …
Ný majónesdrottning var krýnd í Dölunum í gær. Þetta er Guðný "mæjó" Jóhannsdóttir, eins og Harpa kallar hana. Tertan rann ljúflega niður enda mikið majónes á henni sem er alltaf grundvallaratriði þegar kemur að brauðtertum. Ljósmynd/Harpa Hlín Þórðardóttir

Siður um árabil í opnun Laxár er að bera fram majoneslöðrandi brauðtertu. Þar mun einkum áhugi Stefán Sigurðssonar vera hvatinn en hann elskar brauðtertur, segir eiginkona hans Harpa Hlín. Svo virðist sem brauðtertan hafi farið vel í þau hjónin enda lönduðu þau sitt hvorum laxinum.

Tveir úr Hrútafjarðará og Sandá

Veiðimenn sem opnuðu Hrútafjarðará í gær lönduðu tveimur löxum síðdegis. Annar kom úr Háeyrarhyl og hinn úr Stokknum. Báðir skelltu þeir sér á Sunray.

Á svipuðu nótum var Sandá í Þistilfirði en þar er komnir tveir laxar í bók, í opnunarholli. Bjarnadalshylur og Steinabreiða voru veiðistaðirnir sem gáfu þessa fyrstu fiska.

Straumfjarðará opnaði 22. júní og þar eru komnir sjö laxar. Neðsti veiðistaður, Sjávarfoss og sá efsti Rjúkandi hafa báðir gefið fiska. Þetta telst fín byrjun í Straumfjarðará.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert