Regnbogasilungar veiðast í Elliðaánum

Regnbogasilungur sem veiddist í Elliðaánum. Regnboginn er ekki náttúrulegur fiskur …
Regnbogasilungur sem veiddist í Elliðaánum. Regnboginn er ekki náttúrulegur fiskur í ám á Íslandi. Þeir eru því ættaðir úr eldi Hafrannsóknastofnun mun rannsaka þennann. Ljósmynd/Bjarki Bóasson

Síðustu daga hafa tveir regnbogasilungar veiðst í Elliðaánum. Slíkir fiskar eru upprunnir úr eldi en ekki er vitað hvaðan þeir koma. Bjarki Bóasson og Jón Ingi Pétursson veiddu regnbogasilung í Elliðaánum og var hann „bankaður, blóðgaður og pokaður“ að sögn Bjarka en, félagi hans Jón Ingi veiddi regnbogann á litla hitch túbu.

Sporðaköst báru þetta undir Ásgeir Heiðar sem þekkir árnar manna best en hann sagðist ekki þekkja málið en nefndi þó að slatti af 20 til 30 sentímetra silungum væri í ósnum.

Þessir fiskar verða sendir Hafrannsóknastofnun til rannsóknar en nokkuð hefur borið á regnbogasilungi í vor. Þrír slíkir veiddust i Vatnsdalsá í maí og í það minnsta tveir hafa veiðst í Minnivallalæk, en væntanlega eru þeir ekki að koma úr sjó, frekar úr eldi eða verið sleppt.

Laxveiðin hefur farið ágætlega af stað í Elliðaánum og er …
Laxveiðin hefur farið ágætlega af stað í Elliðaánum og er búið að færa til bókar 31 lax. Bjarki Bóasson hampar hér fallegu eintaki sem var sleppt eftir myndatöku. Ljósmynd/Jón Ingi Pétursson

Laxveiðin í Elliðaánum fer ágætlega af stað og nú síðdegis var búið að bóka þar 31 lax. Sjö veiddust á morgunvaktinni í morgun. Full ástæða er til bjartsýni með laxveiðina þar í sumar.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert