Sautján konur á stefnumóti í Laxárdal

Sautján veiðikonur sem gerðu flotta ferð í Laxárdalinn. Þær gerðu …
Sautján veiðikonur sem gerðu flotta ferð í Laxárdalinn. Þær gerðu góða veiði og lönduðu á þriðja tug urriða. Úrvals leiðsögumenn reyndust gulls ígildi. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Sautján konur áttu stefnumót við stórurriða í Laxárdal í vikunni. Þær voru margar að kynnast dalnum í fyrsta skipti en ferðin var skipulögð af kvennanefnd Stangaveiðifélags Reykjavíkur – SVFR.

Leiðsögumenn úr efstu hillu voru til aðstoðar og halds og traust. Þeir Caddis bræður, Ólafur Tómas og Marvin Þrastarson þekkja dalinn og hvernig best er að fá urriða til að taka flugu.

Veður, veiði og viðurgjörningur var upp á tíu. Hér er …
Veður, veiði og viðurgjörningur var upp á tíu. Hér er skálað fyrir góðri veiði. Tilefnin voru mörg í ferðinni. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Hollið veiddi vel og landaði á þriðja tug urriða á þremur dögum og var sá stærsti 70 sentímetrar. 

Jóhanna Lind hampar 70 sentímetra urriða. Þessi er einn af …
Jóhanna Lind hampar 70 sentímetra urriða. Þessi er einn af þeim stærstu sem veiðst hafa í dalnum í sumar. Leiðsögumaður er Ólafur Tómas og honum leiðist ekki. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Helga Gísladóttir sem sæti á í kvennanefndinni sagði ferðina hafa heppnast eins og best verður á kosið. „Veður, veiði og félagsskapur var alveg upp á tíu. Við ákváðum að bæta þessari ferð við dagskrána okkar og það lukkaðist ljómandi vel. Margar eru búnar að bóka aftur næsta sumar,“ sagði Helga í samtali við Sporðaköst eftir ferðina.

Gleðistund. Fallegur urriði kominn á land.
Gleðistund. Fallegur urriði kominn á land. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Hópurinn var afar blandaður, hvað varðar reynslu í veiði. Nokkrar voru að stíga sín fyrstu skref en aðrar voru vanari. Öflugur hópur leiðsögumanna lagði líka sína reynslu á vogarskálarnar.

„Þetta er alveg áskorun. Við lentum til dæmis í því einn morguninn að það var mýfluguklak á fullu og hann var bara ekki að taka neitt. Við ákváðum að reyna þá eitthvað allt annað og náðum einum flottum á straumflugu. Það er svo mikill sigur við svona aðstæður að setja í fisk,“ sagði Helga. 

Ólöf Snæhólm með glæsilegt eintak af Laxárdalsurriða.
Ólöf Snæhólm með glæsilegt eintak af Laxárdalsurriða. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Veiðin í Laxárdal er komin í tæplega fjögur hundruð urriða frá opnun og þá hafa þrettán bleikjur veiðst á svæðinu. Laxárdalurinn er almennt talið eitt besta urriðasvæði á landinu ásamt Mývatnssveitinni. Stærri urriðar veiðast að jafnaði í dalnum en þar á móti kemur að fleiri veiðast í Mývatnssveitinni. Eins og svo oft togast á magn og gæði. Stærsti urriðinn sem veiðst hefur í dalnum í sumar er 75 sentímetrar og veiddist hann á Nauteyri. Áætluð þyngd er níu pund.

Helga Gísladóttir var einn af skipuleggjendum ferðarinnar. Hér er sjálfa …
Helga Gísladóttir var einn af skipuleggjendum ferðarinnar. Hér er sjálfa sem hún tók með hamingjustund í bakgrunni. Ljósmynd/Kvennanefnd SVFR

Fyrir áhugasamar konur um stangveiði er hægt að finna kvennanefnd SVFR á samfélagsmiðlum og setja sig í samband.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert