Spennandi dagar framundan í Borgarfirði

Veiðin hefur verið betri í Norðurá í sumar en í …
Veiðin hefur verið betri í Norðurá í sumar en í fyrra, það sem af er. Brynjar Þór Hreggviðsson fær fimmu frá Guðnýju Helgu Herbertsdóttur eftir löndun og sleppingu á laxi, fyrr í sumar. Mun fimmunum fjölga enn frekar á næstu dögum? Ljósmynd/Brynjar Þór Hreggviðsson

Næstu tíu dagar í Borgarfirði skera úr um hvort veiðisumarið verður í meðallagi eða betra en það. Smálaxinn er að mæta og Jónsmessustraumurinn gefur góð fyrirheit. Þannig var veiðin í Norðurá 101 lax síðustu fjóra daga. Til þess að sumarið verði ofan við meðaltalið þarf hins vegar næsta stórstreymi, sem verður í lok vikunnar að gefa virkilega góðar göngur.

Ef við horfum fyrst og fremst á Norðurá þá er veiðin þar til þessa í sumar töluvert yfir veiðinni á sama tíma í fyrra. Á hádegi í dag stóð hún í 382 löxum og veiddust fjórtán í morgun. Um sömu mánaðamót í fyrra var hún rétt undir 300 löxum. En nú fara í hönd dagarnir þar sem allt á að gerast og skorið verður úr um hvernig sumarið verður í tölfræðilegum samanburði.

Ef við skoðum til samanburðar síðustu tvö góðu ár í Norðurá þá horfum við á 2018 sem gaf 1,692 laxa. Svo erum við með 2015 þegar veiðin fór í 3,030 laxa. Horfum á hvað veiddist þær vikur sem nú eru framundan.

2018

Vikan sem lauk 4. júlí gaf 207 laxa.

Vikan sem lauk 11. júlí gaf 277 laxa.

Vikan sem lauk 18. júlí gaf 291 lax.

Til samanburðar er svo árið 2015.

Vikan sem lauk 8. júlí gaf 345 laxa.

Vikan sem lauk 15. júlí gaf 438 laxa.

Vikan sem lauk 22. júlí gaf 462 laxa.

Svo var aftur svakaleg vika í lok veiðitíma sem gaf 406 laxa.

Hér getur að líta skjáskot út laxateljaranum í Langá. Græna …
Hér getur að líta skjáskot út laxateljaranum í Langá. Græna lína sem rís mun hærra er fyrir 2024. Gula lína sýnir göngu um teljarann í fyrra. Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

Það er stækkandi straumur sem nær hámarki sínu næstkomandi sunnudag, eða 7. júlí. Sporðaköst hafa fengið fregnir af því að töluvert líf hefur sést neðst í Norðuránni og þá var að lifna yfir Miðfjarðará í morgun. Þetta eru áhugaverðar fréttir því en eru nokkrir dagar í að straumur nái hámarki og hann er í raun bara vaxandi frá því í gær. Þá sjást líka auknar göngur í teljaranum í Langá í samanburði við árið í fyrra. Allt veit þetta á gott en til að við fáum gott veiðisumar þurfa öflugar göngur að skila sér í Borgafjarðarárnar á næstu dögum og í raun alveg framundan miðjan júlí. Það eru því spennandi dagar framundan í Borgarfirði.

Norðurlandið á að fá auknar göngur í strauminn sem er framundan og þá ekki síður í seinni júlí strauminn sem nær hámarki sínu 24. júlí.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert