Stór vika að baki í Borgarfirðinum

Maríulaxar eru alltaf jafn dýrmætir. Þeir feðgar Stefán Sveinsson og …
Maríulaxar eru alltaf jafn dýrmætir. Þeir feðgar Stefán Sveinsson og Bergsveinn Stefánsson áttu ánægjulega stund í Fitjaá í Víðidal í morgun þegar Bergsveinn landaði 83 sentímetra maríulaxi í Kerfossi. Ljósmynd/Þorsteinn Stefánsson

Nú eru stærstu veiðivikurnar framundan á Vesturlandi. Þá er veiðin einnig að taka á sig mynd í öðrum landshlutum. Borgarfjarðaárnar eru að gefa töluvert betri veiði en í fyrra. Þannig var Norðurá að skila 184 löxum síðustu vikuna og er komin í 451 lax. Á svipuðu nótum voru Þverá og Kjarrá með samtals vikuveiði upp á 168 laxa. Langá og Grímsá eru að gefa betri veiði en í fyrra. Heilt yfir er Borgarfjörðurinn að gefa fleiri laxa en í fyrra. NV-landið er rólegt enn sem stendur en þar vonast menn eftir auknum smálaxagöngum á næstu dögum með hækkandi straumi. Raunar sjá menn víða í þessum ám að smálaxinn er byrjaður að mæta. Svo er stóra spurningin hvort það verður í því magni sem vonir standa til. 

Tölur vantar fyrir nokkrar ár fyrir síðustu viku. Veiðivikunni hjá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga, lauk í gærkvöldi og þá er staðan tekin. Hér að neðan má sjá lista yfir tíu bestu árnar og samanburð við stöðuna í fyrra. Sú staða miðast raunar við 5. júlí síðasta sumar en tveir dagar á þessum tíma geta gefið góðar tölur.

Vatnasvæði        Veiddir laxar        Veiðin í fyrra    Vikuveiðin

Norðurá                  451                    348                 184

Urriðafoss               410                    225                 100*

Þverá/Kjarrá           339                    297                  168

Ytri–Rangá              133                     94                    85

Haffjarðará             126                    166                    77

Langá á Mýrum       107                      80                   62

Elliðaár                   104                      99                   68

Eystri–Rangá           104                    113                   52

Stóra–Laxá              103                    103                   45

Grímsá                     96                       67                   44

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
100 cm Blanda Patrick Devennie 20. júní 20.6.
100 cm Kjarrá Sigurður Smári Gylfason 19. júní 19.6.
Veiðiárið 2023:
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert