Norðmenn opna aftur 16 af 33 laxveiðiám

Sautján laxveiðiám í Noregi verður lokað út veiðitímabilið. Upphaflega voru …
Sautján laxveiðiám í Noregi verður lokað út veiðitímabilið. Upphaflega voru árnar 33 en eftir endurmat á stöðunni hefur norska umhverfisstofnunin ákveðið að opna sextán þeirra á nýjan leik með takmörkunum. Ljósmynd/Eidselva

Norska umhverfisstofnunin tilkynnti nú fyrir skemmstu að 16 af þeim 33 laxveiðiám sem var lokað í landinu 23. júní verða opnaðar aftur að kvöldi 11. júlí. Hinar 17 verða áfram lokaðar og líkast til út sumarið.

Margir varpa öndinni léttar við þessa tilkynningu því margslunginn og misvísandi orðrómur hefur verið á kreiki. Óttast var að fleiri ám yrði lokað og þær yrðu jafnvel lokaðar um nokkurra ára skeið.

Við mat á stöðu ánna var þeim skipt upp í þrjá flokka. Í fyrsta flokknum eru ár þar sem mun minna hefur gengið af fiski og búið er að veiða og drepa stóran hluta þess lax sem gekk í ána. Þar er óttast að hrygningarstofninn nái ekki þeim mörkum sem miðað er við til að áin flokkist sjálfbær. Í næsta flokki voru ár sem lék vafi á um að næðu þessum mörkum og svo í þriðja flokkinn féllu ár þar sem talið var hafið yfir allan grun að óhætt væri að veiða í með takmörkunum þó.

Í síðasta flokkinn komust 16 ár og eins og fyrr segir verða þær opnaðar aftur. Þetta eru árnar sem opna aftur og feitletrað á undan fylkið sem þær eru í.

Agder: Tordalselva, Otra, Mandalselva og Lygna.

Rogaland: Figgjo og Vikedalselva

Vestland: Oselva, Daleelva, Gaula í Sunnfjorden (Ekki hin þekkta Gaula heldur nafna hennar), Hjalma, Aelva og Ommedalselva.

Möre og Romsdal: Korsbrekkelva

Trondelag: Nidelva, Stjördalselva, Verdalselva, Namsen vatnasvæðið ásamt Hoylands vatnasvæðið og Sanddöla.

Takmarkanir eru settar á veiði í sjó á þeim svæðum þar sem staðan er alvarlegust. Þá er landeigendum skylt að taka ábyrgð og fylgjast grannt með göngu í árnar og upplýsa um stöðuna. Einnig er það sett á þeirra herðar að takmarka og stýra veiðunum. Væntanlega á það að koma í gegnum veiða og sleppa eða kvótasetningar á hversu marga laxa má drepa á dag. 

Nokkrar af þekktustu laxveiðiám Noregs verða áfram lokaðar. Ár á borð við Orklu og Gaula. Fjölmörg veiðihús eru við þessar ár og þær aðrar sem áfram verða lokaðar. Blasir ekkert annað en gjaldþrot við þeim rekstraraðilum sem standa að rekstri þeirra veiðihúsa.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert