Laxveiðin betri en á sama tíma í fyrra

David Gurney með áttatíu sentímetra lax úr Nautafljóti í Laxá …
David Gurney með áttatíu sentímetra lax úr Nautafljóti í Laxá á Ásum. Þar hefur verið stöðug og stígandi veiði síðustu daga. Byrjunin var brösótt en nú er mikið af laxi í ánni og útlit gott. Ljósmynd/Stu

Nýjar vikutölur úr laxveiðinni sýna að laxveiðin er mun betri í ár en í fyrra. Í Borgarfirðinum eru margar ár eru komnar með töluvert meiri veiði en á sama tíma í fyrra. Stóru árnar í Borgarfirði, bæði Norðurá og Þverá/Kjarrá sýna góða aukningu miðað við sama tíma í fyrra. Það gildir líka um Langá, Grímsá og fleiri ár á Vesturlandi. Sérstaka athygli vekur mikil aukning í Laxá í Leirársveit en hún er nú komin í 180 laxa en var 12. júlí í fyrra í 98 löxum.

Að þessu sinni birtum við tuttugu efstu árnar. Nú er farið að færast fjör í leikinn og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkrum ám er hún mun betri. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags í gærkvöldi, 10. júlí. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 12. júlí í fyrra. Síðasti dálkurinn er svo veiðin síðustu sjö daga, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga.

Vatnasvæði        Veiddir laxar        Veiðin í fyrra    Vikuveiðin

Urriðafoss               608                    420                 117

Norðurá                  581                    450                 131

Þverá/Kjarrá           529                    402                  190

Miðfjarðará             286                    168                  163

Ytri–Rangá              258                    200                  125

Eystri–Rangá           199                    233                   95

Haffjarðará              195                    255                  69

Elliðaár                   194                     176                  90

Langá á Mýrum        189                     131                 82

Laxá í Leirársveit      180                     98                   85

Laxá í Kjós              157                     124                  78

Stóra–Laxá              156                    104                   53

Laxá á Ásum            135                     90                   84

Flókadalsá               130                      80                   40

Jökla                       125                     110                  95

Selá í Vopnafirði       117                     179                  69

Brennan                  111                       68                  22

Grímsá                    154                     102                  58

Skjálfandafljót           94                      --                     94

Vatnsdalsá                93                       73                   45

Skammt undan eru svo Víðidalsá og Hofsá í Vopnafirði með níutíu laxa.

Elín Birna Yngvadóttir með nýgenginn smálax í Ásunum. Þessi mynd …
Elín Birna Yngvadóttir með nýgenginn smálax í Ásunum. Þessi mynd er full af sumri og skemmtilegum litum. Laxá á Ásum hefur gefið 135 laxa í sumar á móti 90 í fyrra. Ljósmynd/Stu

Fleiri ár eru að gera það gott. Grímsá er með um fimmtíu prósent aukningu milli ára og veiðin í Brennunni, sem er ósasvæði Þverár/Kjarrár er upp um áttatíu prósent. 

Af tuttugu aflahæstu ánum eru aðeins þrjár sem eru með lakari veiði en í fyrra á sama tíma. Það eru Eystri–Rangá, Haffjarðará og Selá í Vopnafirði. Aðrar státa af verulegri aukningu.

Í Húnavatnssýslum er veiðin líka betri nú en á sama tíma, síðasta sumar. Miðfjarðará ber þar höfuð og herðar yfir aðrar laxveiðiár. Nú komin með 286 laxa miðað við 168 í fyrra. Laxá á Ásum, Vatnsdalsá og Hrútafjarðará hafa allar gefið betur í þessum samanburði. Víðidalsá er nokkuð undir þeirri veiði sem hún gaf í fyrra. Blanda er eitt stór spurningamerki. Hún var ekki góð í fyrra en hafði þó gefið 155 laxa 12. júlí. Nú er hún í 49 löxum og það á rúmum mánuði en veiði hófst þar 5. júní. Mikill stígandi hefur verið í veiðinni í Miðfjarðará og í gær voru bókaðir þar 37 laxar. Það er tólf löxum minna en sumarveiðin í Blöndu. Þá er merkilegt að sjá að Vatnsdalsá er með betri veiði en Víðidalsá. Þessu hefur verið öfugt farið í fjölmörg ár. Ásarnir hafa verið með góðan stíganda eftir brösótta byrjun. En heilt yfir eru jákvæð teikn á lofti í Húnavatnssýslum hvað laxveiðina varðar.

Risavaxinn lax sem veiddist í Jöklu fyrr í mánuðinum. Mæling …
Risavaxinn lax sem veiddist í Jöklu fyrr í mánuðinum. Mæling var ekki staðfest svo hann næði inn á hundraðkallalistann. Jökla er að gefa betri veiði en í fyrra. Næsta vika verður spennandi þar. Ljósmynd/Jökla

Austurlandið þarf lengri tíma til að teiknast upp. Miklir vatnavextir hafa sett strik í reikninginn en betur má meta stöðuna þar við næstu vikutölur.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert