Skotar senda út hnúðlaxaviðvörun

Hnúðlaxinn sem veiddist í Spey í dag. Umsjónarmenn árinnar hvetja …
Hnúðlaxinn sem veiddist í Spey í dag. Umsjónarmenn árinnar hvetja veiðimenn í Skotlandi að vera á varðbergi. Fyrir þá sem þekkja til við Spey þá veiddist hann á landareigninni Macallan. Íslenskir veiðimenn ættu að hafa augun hjá sér og ef slíkir fiskar veiðast að tilkynna það og koma honum til Hafrannsóknastofnunar. Ljósmynd/Spey Fishery Board

Hnúðlax veiddist í skosku laxveiðiánni Spey í dag. Þetta er í hæsta máta óvenjulegt og hefur orðið til þess að stjórn árinnar hefur biðlað til allra veiðimanna að vera á varðbergi og alls ekki sleppa þessum fiskum aftur ef þeir veiðast. Heldur koma þeim til réttra aðila til rannsóknar. 

Hnúðlax er á ferli þau ár sem bera upp á oddatölu. Það stafar af því að lífsferill hans er tvö ár og þegar Rússar slepptu hnúðlaxi í ár sínar á síðustu öld þá gerðu þeir það á oddatöluári. Sá stofn sem kenndur er við oddatöluna hefur margfaldast og er orðin plága í morgun ám í Noregi, einkum nyrst. Hnúðlaxinn er hins vegar í miklum vexti og hefur sést hér í vaxandi mæli og staðfest er hrygning hans í fjölmörgum ám á Íslandi. Við getum átt eftir að upplifa sprengingu í þessum framandi fiski, sem upprunninn er í Kyrrahafi. 

Það er til stofn sem stangast á við oddatölustofninn. Rússar eru framsýnir og slepptu líka fullvöxnum fiskum á ári sem bar upp á slétta tölu. Sá stofn hefur ekki náð sér á strik enn í Atlantshafi og því er þessi fiskur sem veiddist í Spey í dag, það síðasta sem hnignandi Atlantshafslax og veiðimenn þurfa á að halda. Það er að hann nái sér líka á strik.

Fleiri hnúðlaxar hafa sést

Í ummælum á facebook þar sem þeir sem halda utan um ána Spey greina frá þessu kemur fram að fleiri fiskar hafi sést og einnig veiðist og verið sleppt. Umsjónarmenn Spey hvetja alla veiðimenn til að vera á varðbergi gagnvart hnúðlaxinum og drepa hann umsvifalaust og ekki taka hann heim, heldur koma honum í hendur veiðivarða og annarra sem geta tryggt að eintökin verði rannsökuð.

Sama ættu íslenskir veiðimenn að hafa í huga. Drepa og koma í rannsókn og endilega að tilkynna um slíka fiska. Hængurinn er auðþekktur á hnúðnum á bakinu en nýgengin hnúðlaxahrygna er mjög líka bleikju. Auðveldast er að þekkja fiskinn, nýgenginn á svörtum blettum á sporði og uggum, sem ekki sjást á bleikju.

Aukning hefur orðið á hnúðlaxi á oddatöluárum á Íslandi og viðbúið að næsta ár verði mikið af þessum nýbúa í okkar ám. Fram til þessa hafa vísindamenn ekki endilega horft á hnúðlaxinn sem ógn við villta Atlantshaflaxinn en sú skoðun hefur breyst. Hann er árásargjarn og hrekur gjarnan villta laxinn í burtu. Í ám norðarlega í Noregi hefur hann komið í svo miklu magni að loka hefur þurft ánum. Dæmi eru um að áætlaður fjöldi í einni á hafi verið fimmtíu þúsund hnúðlaxar.

Rétt er að ítreka við veiðimenn að fylgjast með hnúðlaxi í sumar. Norskir veiðimenn sem Sporðaköst hafa verið í sambandi við staðfesta að hnúðlaxar hafi sést á sléttu árunum í Noregi og vart hefur orðið við lítilsháttar aukningu. Ekkert í líkingu við oddatölu árinu, en margir hafa af þessu miklar áhyggjur. Verum vakandi í sumar hvað þetta áhrærir.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert