Lax hefur bókstaflega ruðst upp í Langá síðasta sólarhring. Yfir fjögur hundruð laxar fóru um teljarann í Skuggafossi síðustu 24 tímana. Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur fylgist grannt með svæðinu og hann segir það hafa verið gríðarlega gaman að sjá þessar göngur í Skuggafossi. „Það er nú ansi langt síðan að maður hefur séð svona tölur. Það flækir aðeins stöðuna í Langá að laxinn er farinn að stökkva fossinn í meira mæli en áður. Mér finnst líklegt að það hafi orðið einhverjar breytingar í fossinum þannig að hann fer meira upp fossinn sjálfan. Þegar hins vegar er mikið vatn þá fer hann frekar fiskveginn. Engu að síður það er bara miklu meira af fiski á ferðinni en undanfarin ár,“ sagði Sigurður Már í samtali við Sporðaköst.
Hvað er langt síðan að þú hefur séð svona ruðning í teljaranum í Langá?
„Það er langt síðan. Við þurfum að fara aftur til góðu áranna 2009 til 2011 og jafnvel 2004. Þá gátu komið svona tölur. Ég man samt ekki eftir að hafa fengið svona marga. Það voru oft hundrað til tvö hundruð laxa dagar en ég man ekki hvað er langt síðan að svona dagur hefur komið. Ég á ekki von á svona degi aftur. Þetta var svo ótrúlegt magn.“
Hafrannsóknastofnun á gögn aftur til 2008 yfir laxagöngur í gegnum teljara í Skuggafossi. Meðaltal göngunnar yfir sumarið er í kringum tvö þúsund laxar, en sveiflast mikið. Fer niður í fimm hundruð og upp í hátt í fjögur þúsund þegar best lætur.
Taflan hér að neðan sýnir göngur í Langá um teljara í Skuggafossi. Smálaxinn er í dálknum 1 ár og vísar til þess að hann hefur dvalið eitt ár í sjó. Stórlaxinn er svo í dálknum 2 ár.
Ár
|
Göngur um teljara
|
|
|
1 ár
|
2 ár
|
Samt.
|
|
2008
|
3869
|
42
|
3911
|
2009
|
2385
|
27
|
2412
|
2010
|
2679
|
32
|
2711
|
2011
|
1349
|
32
|
1381
|
2012
|
841
|
53
|
894
|
2013
|
2820
|
78
|
2898
|
2014
|
806
|
63
|
869
|
2015
|
3942
|
55
|
3997
|
2016
|
2205
|
245
|
2450
|
2017
|
1839
|
230
|
2069
|
2018
|
2128
|
163
|
2291
|
2019
|
983
|
131
|
1134
|
2020
|
1883
|
198
|
2081
|
2021
|
815
|
173
|
988
|
2022
|
946
|
135
|
1081
|
2023
|
501
|
105
|
606
|
Meðaltal
|
1874
|
110
|
1986
|
Hámark
|
3942
|
245
|
3997
|
Lágmark
|
501
|
27
|
606
|
En hvað svo?
Sigurður Már segir að það geti enn komið góðar göngur í Langá og lax er að ganga þar fram í miðjan ágúst. „Það kemur nú yfirleitt ekki mikið eftir miðjan ágúst. Síðasta ár var afleitt í Langá hvað varðar veiðina sjálfa en það verður að segjast að eins og útlitið er núna þá er það býsna gott.“
Það vekur óneitanlega athygli hversu hátt hlutfall þeirra sem laxa sem gengið hafa eru litlir. Mjög hátt hlutfall göngunnar er á bilinu 50 til 55 sentímetrar.
Sigurður Már segir þetta ekkert til að hafa áhyggjur af. Langárlaxinn er heldur smærri en margir aðrir stofnar. Þetta gerist líka stundum í Norðuránni, vill hann meina. Smálaxinn getur verið smár en komið mikið af honum og oft fer það einmitt saman.
Ef við berum þetta saman við Elliðaárnar þar sem líka hafa verið kröftugar göngur, þar eru bara örfáir laxar undir sextíu sentímetrum.
„Ég mundi telja þetta stofnamun, fyrst og fremst. Við höfum séð að gönguseiði í Langá eru smærri en í Elliðaánum og þar er strax ákveðið forskot,“ upplýsti Sigurður Már.
Veiðin í Langá er mun betri en í fyrra. Í gærkvöldi höfðu veiðst þar 203 laxar en á sama tíma í fyrra 131 lax. Forvitnilegt verður að sjá hvernig þessar miklu göngur skila sér í veiðitölum.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |