Leggja til 20 – 45 veiðidaga á rjúpu

Umhverfisstofnun hefur kynnt tillögur sínar að veiðitímabili á rjúpu í …
Umhverfisstofnun hefur kynnt tillögur sínar að veiðitímabili á rjúpu í haust og sent þær tillögur til ráðherra. Nú er nýtt veiðistjórnunarkerfi að taka við og þá eru runnir upp nýir tímar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Nýtt veiðistjórnunarkerfi hefur formlega verið tekið upp varðandi veiði á rjúpu. Nú hefur Umhverfisstofnun sent inn tillögur fyrir veiðitíma rjúpu árið 2024 til umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis. Tillögurnar byggja á fjölþátta stofnlíkani og taka mið af stöðu rjúpnastofnsins á þeim sex veiðisvæðum sem landinu er skipt upp í. Umhverfisstofnun leggur til 45 daga á Austurlandi en vegna reglna sem gilda þá ná dagarnir ekki að verða nema 43. Veiði hefst fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Í ár er fyrsti föstudagur eftir 20. október þann 25. og samþykki ráðherra tillögur UST verður það fyrsti veiðidagurinn í öllum landshlutum. 

Þetta er mikil framför frá því sem verið hefur þegar oft var tekin ákvörun um rjúpnaveiðitíma þegar stutt var í að veiðitímabil ætti að hefjast.

Flestir eru dagarnir, eins og fyrr segir á Austurlandi eða 43 í ár. Á Vestfjörðum er lagt til að þeir verði 25 talsins. Í öðrum landshlutum er lagt til 20 daga veiðitímabil. Tekið er fram í fréttatilkynningu UST að veiðidagar séu heilir dagar. Veiði er bönnuð á þriðjudögum og miðvikudögum og sölubann er á rjúpu eins og verið hefur undanfarin ár.

Þetta nýja fyrirkomulag er nú reynt í fyrsta skipti og byggir alfarið á stofnmati rjúpnastofnsins. Til frambúðar má búast við að sveiflur geti orðið í dagafjölda og jafnvel að einstök svæði verði með veiðibann á meðan að önnur svæði leyfa marga daga. Fréttatilkynning Umhverfisstofnunar má sjá hér að neðan.

Rjúpnaspor á rjúpnaslóð.
Rjúpnaspor á rjúpnaslóð. Ljósmynd/Eggert Skúlason

Tillögur Umhverfisstofnunar

Samkvæmt drögum að nýrri stjórnunar- og verndaráætlun rjúpu skulu veiðidagar vera heilir og veiði hefjast fyrsta föstudag á eða eftir 20. október. Veiði er heimil frá og með föstudegi til og með þriðjudags innan tímabilsins. Því er óleyfilegt að veiða rjúpu miðvikudaga og fimmtudaga. 

Niðurstöður fjölþátta stofnlíkana (IPM) um hámarksfjölda veiðidaga og tillögur Umhverfisstofnunar að fjölda veiðidaga (veiðitímabili) eru eftirfarandi: 

Austurland:   45* (25. okt – 22. des) 
Norðausturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Norðvesturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Suðurland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Vesturland:     20 (25. okt – 19. nóv)
Vestfirðir:     25 (25. okt – 26. nóv)

* 43 veiðidagar þar sem lög 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum kveða á um að rjúpa sé ekki veidd eftir 22. desember

Tillögurnar í heild sinni má lesa hér. 

Nýtt veiðistjórnunarkerfi

Tillögurnar eru byggðar á nýjum samþættum stofnlíkönum sem hafa verið þróuð samhliða stjórnunar- og verndaráætluninni af Dr. Fred Johnson, bandarískum sérfræðingi í stofnlíkanagerð og veiðistjórnun. Áætlunin er afurð samstarfs viðeigandi hagsmunaaðila og í henni er nýtt veiðistjórnunarkerfi kynnt.

Stofnmat Dr. Fred Johnson á rjúpu haustið 2024.

Í nýja veiðistjórnunarkerfinu er landinu skipt upp í svæðin sex sem talin eru upp hér að ofan (sjá mynd). Veiðitímabil hvers svæðis er ekki háð öðrum svæðum heldur stjórnast af ástandi stofnsins innan svæðisins.

Takmarkanir

Minnt er á að sölubann er á rjúpu. Veiðar eru áfram óheimilar á Reykjanesi (Landnám Ingólfs) en ráðuneytið hefur þó farið þess á leit við Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun að leggja mat á afnám friðunar á því svæði.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert