Laxinn mættur óvenju snemma í Djúpið

Sigurður Þorvaldsson með smálax úr Langadalsá. Laxinn er mun fyrr …
Sigurður Þorvaldsson með smálax úr Langadalsá. Laxinn er mun fyrr á ferðinni í Djúpinu í ár og verður áhugavert að sjá hvernig sumarið kemur út í þessu samhengi fyrir vestan. Ljósmynd/SMÞ

Jákvæðar fréttir í laxveiðinni hafa verið margar og spennandi síðustu daga. Langadalsá í Ísafjarðardjúpi er ein af þeim ám þar sem sveiflur geta verið afskaplega miklar. Nú ber svo við að töluvert af laxi er kominn í hana og það mun fyrr en venjulega. Sextíu laxar eru gengnir í gegnum teljarann í henni.

Sigurður Már Einarsson fiskiræðingur ásamt fleirum hefur vaktað laxastofn árinnar meðal annars vegna mögulegra áhrifa slysasleppinga úr sjókvíaeldi á laxastofn Langadalsár. Settur var upp myndavélateljari af fullkomnustu gerð sem hefur verið í rekstri frá 2019.  Laxagöngur í byrjun tímabilsins 2024 eru mun meiri en sést hafa undanfarin ár. Talning hefur stundum gengið erfiðlega vegna tæknilegra erfiðleika og lax náð að stökkva framhjá teljaranum. Línuritið sem fylgir með fréttinni segir hins vegar ákveðna sögu.

„Ég hef ekki séð þetta gerast svona snemma þau ár sem ég hef fylgst með henni,“ upplýsir Sigurður Már.

Göngur í gegnum teljarann í Langadalsá. Línuritið nær til 12. …
Göngur í gegnum teljarann í Langadalsá. Línuritið nær til 12. júlí en sýnir áþreifanlega hversu fyrr laxinn er að mæta og í meira mæli. Línan fyrir 2024 er á flugi miðað við fyrri ár. Ljósmynd/Riverwatcher

Sú mynd sem fylgir hér með sýnir samanburð milli ára af laxagengd í gegnum teljarann í Langadalsá.

Sjá mátti þess stað strax í opnun að útlitið væri gott. Sex laxar veiddust og í dag eru komnir ellefu fiskar í bók. Mikil flóð hafa verið í ánni og hún kolmorauð síðustu daga. Sigurður Þorvaldsson hefur umsjón með ánni og sagði hann í morgun að teljarinn sýndi nú sextíu laxa en hann segir að vitað sé að nokkrir laxar voru þegar gengnir upp áður en teljarinn var settur niður í vor.

Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þarna er gott vatn í …
Teljarinn við Langadalsá við Ísafjarðardjúp. Þarna er gott vatn í ánni. Kristín Margrét
Svona leit Langadalsáin út í morgun og teljarinn og mannvirkið …
Svona leit Langadalsáin út í morgun og teljarinn og mannvirkið í kringum hann á kafi. Þegar sjatnar í henni gæti orðið fjör. Ljósmynd/SMÞ

Veiðin í Langadalsá var undir væntingum í fyrra en þá veiddust aðeins sextíu laxar. Það er langt undir meðaltali, hvort sem horft er til síðustu fimm ára (124 laxar) eða síðustu tíu ára (211 laxar). Hún á því eitthvað inni ef horft er til meðaltala. Síðasta ár var plagað af eldislaxastroki en töluvert gekk af þeim fiskum upp í árnar í Djúpinu.

Guðmundur H. Jónsson sleppir laxi í opnun í Langadalsá. Sextíu …
Guðmundur H. Jónsson sleppir laxi í opnun í Langadalsá. Sextíu laxar eru nú staðfestir í gegnum teljarann. Ljósmynd/SMÞ

Hvannadalsá sem á ós með Laugardalsá er líka að upplifa jákvæða byrjun og þar er laxinn einnig mættur. Áhugavert verður að fylgjast með laxveiðiánum í Djúpinu í sumar en þessi byrjun er betri en menn hafa átt að venjast síðustu ár. Þorlákur Traustason sem manna best til Hvannadalsár, segir ljóst að fiskur sé mun fyrr á ferðinni fyrir vestan og telur að hann sé hálfum mánuði fyrr en í venjulegu árferði.

Samkvæmt rafrænu veiðibókinni, angling iQ eru komnir sautján laxar á land úr Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi og veiddust þeir fyrstu 21. júní.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
102 cm Hvítá við Iðu Ársæll Þór Bjarnason 19. september 19.9.
101 cm Víðidalsá Stefán Elí Stefánsson 4. september 4.9.
101 cm Laxá í Dölum Hafþór Jónsson 27. ágúst 27.8.
102 cm Haukadalsá Ármann Andri Einarsson 23. ágúst 23.8.
103 cm Laxá í Aðaldal Birgir Ellert Birgisson 12. ágúst 12.8.
103 cm Miðsvæði Laxá í Aðaldal Máni Freyr Helgason 11. ágúst 11.8.
101 cm Laxá í Aðaldal Agnar Jón Ágústsson 10. ágúst 10.8.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka