Eftir rólega byrjun í Blöndu er aðeins að lifna yfir hlutunum. Þannig gengu ríflega hundrað laxar í gegnum teljarann um síðustu helgi. Einn af þeim löxum var mældur 105 sentímetrar. Blanda er þekkt fyrir stóra laxa og hefur einn í yfirstærð veiðst í sumar. Hann mældist 100 sentímetrar og veiddist 20. júní. Eins og glögglega sést í myndbandinu eru sumir af löxunum lúsugir og einnig má sjá flottar bleikjur slást í för með löxunum.
Það eru ekki mörg ár síðan að hundrað laxa ganga í Blöndu hefði ekki þótt frétt. Í dag er það hins vegar góð tíðindi og veit vonandi á frekari veiði. Í dag hafa veiðst 63 laxar í Blöndu og eru þessir laxar sem sjást að hluta á myndskeiðinu sem fylgir fréttinni, kærkomin viðbót. Næsti stóri straumur er 24. júlí og þá vonast menn eftir að enn frekar bæti í.
Góðu fréttirnar með Blöndu eru líka þær að staðan í Blöndulóni er þannig að ekki er búist við yfirfalli á þeim tíma sem stunda má veiði.
Veiðin í Húnavatnssýslunum er heldur betur að glæðast og hefur Laxá á Ásum verið að gefa góða og jafna veiði síðustu daga. Bæði Vatnsdalur og Víðidalur hafa tekið hressilega við sér með góðum smálaxagöngum.
Miðfjörður er hins vegar á öðrum stað og þar er þegar komið mikið af fiski og veiðin verið með besta móti. Samtals hefur verið landað þar 431 laxi sem miklu betri veiði en í fyrra. Þann 12. júlí í fyrra voru komnir 168 laxar. Það er gríðarleg aukning milli ára.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |