Eftir fimm mögur ár virðist loksins komið að því að laxveiðimenn fái upplyftingu. Veiðin síðustu vikuna var virkilega góð og miklu betri en í fyrra. Þverá/Kjarrá ruddist upp í efsta sætið á listanum yfir aflahæstu veiðiárnar, með 318 laxa viku. Ef svo heldur fram sem horfir á þeim bænum fer hún yfir þúsund laxa í þessari viku.
Norðurá gaf aðeins eftir á því flugi sem hún hefur verið en þar er skýring á. Mögnuð úrkoma margfaldaði vatnsmagn Norðurár úr sex rúmmetrum í 198 á tveimur dögum. Þar duttu út nokkrir veiðidagar og mun hún sjálfasagt bæta það upp í komandi viku.
Miðfjarðará er í fjórða sæti og á ágætu flugi. Síðasta vika skilaði 190 laxa veiði og ljóst að hún skilur hinar húnvetnsku árnar eftir í rykmekki, eins og reyndar fyrri ár. Afar forvitnilegt verður að sjá hvað gerist í Miðfirðinum þegar dregur að næsta stórstreymi sem er þann 24.
Elliðaárnar skjótast upp um nokkur sæti enda laxagöngur þar með mesta móti. 129 laxa vika er að baki og stefnir í áframhaldandi góða veiði verði skilyrði hagfelld.
Langá, Grímsá, Kjósin og ekki síst Laxá í Leirársveit eru að njóta góðs af miklum smálaxagöngum, eins og sjá má á listanum hér að neðan. Sérstaklega er magnað að sjá aukninguna í Leirársveitinni, milli ára. Hún stóð í gærkvöldi í 260 löxum en þann 19. júlí í fyrra voru þeir 130. Það er tvöföldun á veiði frá síðasta sumri.
Ásarnir eru dottnir í gang og þar er búin að vera jöfn og góð veiði síðustu daga eins og tölurnar sýna. Sömuleiðis eru Stóra–Laxá og Jökla að gefa betri veiði en á sama tíma í fyrra. Sérstaklega sú fyrr nefnda sem er á sama stað og Laxá í Leirársveit með tvöföldun á veiði milli ára.
Vopnafjörðurinn er að byrja töluvert en í fyrra miðað við tölur úr Selá og Hofsá, en þær eru báðar nokkur undir því sem veiðin var á sama tíma í fyrra.
Rangárnar eru að hressast og þá sérstaklega sú Ytri sem er með betri veiði en í fyrra en Eystri er enn aðeins undir tölum 2023.
Það stefnir í gott ár í laxveiðinni. Hversu gott það verður kemur fljótlega í ljós.
Að þessu sinni birtum við tuttugu efstu árnar. Nú er farið að færast fjör í leikinn og veiðin víðast hvar betri en á sama tíma í fyrra. Í nokkrum ám er hún mun betri. Fyrsti dálkurinn er talan í viðkomandi á í lok dags í gærkvöldi, 17. júlí. Dálkur tvö, veiðin í fyrra segir til um hver talan var í loks dags 19. júlí í fyrra. Síðasti dálkurinn er svo veiðin síðustu sjö daga, samkvæmt tölum frá angling.is sem er vefur Landssambands veiðifélaga.
Vatnasvæði Veiddir laxar Veiðin í fyrra Vikuveiðin
Þverá/Kjarrá 847 540 318
Norðurá 693 553 112
Urriðafoss 668 508 60
Miðfjarðará 476 263 190
Ytri–Rangá 448 346 190
Elliðaár 323 278 129
Eystri–Rangá 308 351 109
Langá á Mýrum 304 215 115
Grímsá 284 154 130
Laxá í Kjós 265 163 108
Laxá í Leirársveit 260 130 80
Haffjarðará 256 357 61
Laxá á Ásum 245 178 110
Stóra–Laxá 236 118 80
Jökla 220 188 95
Selá í Vopnafirði 200 273 83
Víðidalsá 162 180 72
Vatnsdalsá 161 102 68
Laxá i Dölum 151 55 85
Flókadalsá 150 95 20
Uppfært: Komnar nýjar tölur fyrir Urriðafoss.
Lengd á laxi | Veiðisvæði | Veiðimaður | Dagsetning Dags. |
---|---|---|---|
102 cm | Hvítá við Iðu | Ársæll Þór Bjarnason | 19. september 19.9. |
101 cm | Víðidalsá | Stefán Elí Stefánsson | 4. september 4.9. |
101 cm | Laxá í Dölum | Hafþór Jónsson | 27. ágúst 27.8. |
102 cm | Haukadalsá | Ármann Andri Einarsson | 23. ágúst 23.8. |
103 cm | Laxá í Aðaldal | Birgir Ellert Birgisson | 12. ágúst 12.8. |
103 cm | Miðsvæði Laxá í Aðaldal | Máni Freyr Helgason | 11. ágúst 11.8. |
101 cm | Laxá í Aðaldal | Agnar Jón Ágústsson | 10. ágúst 10.8. |